Sport

Allt er fertugum fært

Böðullinn lét höggin dynja á Kelly og vann öruggan sigur á stigum
Böðullinn lét höggin dynja á Kelly og vann öruggan sigur á stigum NordicPhotos/GettyImages

Gamla brýnið Bernard Hopkins hefur greinilega ekki sagt sitt síðasta í hringnum. Hinn 43 ára gamli Hopkins vann í nótt auðveldan sigur á Kelly Pavlik, 26 ára gömlum WBC og WBO meistara í millivigt.

Þetta var fyrsta tap Kelly í 35 bardögum á ferlinum og það var ekki að merkja að Hopkins væri kominn hátt á fimmtugsaldurinn í bardaga gegn manni sem gæti verið sonur hans.

Bardaginn fór í 12 lotur en sigur Hopkins var aldrei í hættu. "Böðullinn" Hopkins var enda mjög ánægður með frammistöðu sína í gær.

"Þetta var besti bardaginn minn. Betri en bardagi minn við Felix Trinidad, betri en bardaginn við Oscar de la Hoya - betri en allir bardagarnir þar sem ég varði titil minn 21 sinni. Ég er mjög ánægður," sagði Hopkins sem vann þarna sinn 49. bardaga á ferlinum.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×