Erlent

Rússar reisa herstöðvar í Ossetíu og Abkasíu

Óli Tynes skrifar
Á fundi í gær lofaði forseti Rússlands að kalla allar rússneskar hersveitir frá Georgíu.
Á fundi í gær lofaði forseti Rússlands að kalla allar rússneskar hersveitir frá Georgíu.

Rússneski herinn ætlar að reisa herstöðvar í Suðu-Ossetíu og Abkasíu fyrir samtals 7600 hermenn.

Búið er að semja um þetta við ráðamenn í aðskilnaðarhéruðunum tveimur að sögn varnarmálaráðherra Rússlands.

Hann segir að 3800 hermenn verði í hvoru héraði. Rússar hafa lengi haft það sem þeir kalla friðargæsluliða á þessum slóðum, en ekki eiginlegar herstöðvar með öllu sem þeim fylgir.

Rússar hafa ennþá hermenn í Georgíu sem þeir hafa þrjóskast við að kalla heim.

Á fundi sem Nicolas Sarkozy forseti Frakklands átti með Dmitry Medvedev forseta Rússlands í gær lofaði Rússinn að kalla allar hersveitir sínar frá Georgíu innan mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×