Erlent

Bandaríkjamenn draga úr kortanotkun

Óli Tynes skrifar
Kira Limer borgar með peningum fyrir bók sem hún keypti í Barnes & Noble í dag.
Kira Limer borgar með peningum fyrir bók sem hún keypti í Barnes & Noble í dag. MYND/AP

Bandaríkjamenn finna ekki minni fyrir kreppunni en aðrir, enda hófst hún í þeirra heimalandi. Til þess að ná tökum á fjármálum sínum er fólk í auknum mæli farið að staðgreiða það sem það kaupir.

Þetta í landinu sem fann upp plastið. Bandarískur almenningur skuldar nú yfir 77 þúsund milljarða króna á kreditkortum sínum. Það er fjórum sinnum meira en árið 1990. Líklega mál að linni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×