Ágætt að vera Íslendingur 11. nóvember 2008 06:00 Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff hefur vakið mikla athygli í Danmörku fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum All Stars. „Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigurlaunin öll til góðgerðarmála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerkur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvarinn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clemens. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syngur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans komast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvartar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynning.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigurlaunin öll til góðgerðarmála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerkur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvarinn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clemens. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syngur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans komast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvartar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynning.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira