Þýska liðið Rhein Neckar Löwen fer í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið fékk sæti Banik Karvina frá Tékklandi sem ákvað að nýta sér ekki þátttökuréttinn.
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nýgenginn í raðir Rhein Neckar Löwen.
Haukar verða einnig í pottinum þegar dregið verður í forkeppni Meistaradeildarinnar