Erlent

Rice rýfur hálfrar aldar einangrun Libyu

Óli Tynes skrifar
Það tók Vesturlönd langan tíma að sættast við Gaddafi vegna Lockerbie.
Það tók Vesturlönd langan tíma að sættast við Gaddafi vegna Lockerbie.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag í heimsókn til Libyu. Það er í fyrsta skipti í meira en hálfa öld sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir landið.

Við komuna til Trípólí sagði Condoleezza Rice að heimsóknin sýndi að Bandaríkin ættu enga óvini til eilífðar. Rice mun meðal annars eiga fund með Moammar Gaddafi, leiðtoga Libyu.

Undanfarnir áratugir hafa einkennst af fullum fjandskap milli Gaddafis og Vesturlanda.

Hann studdi lengi hryðjuverkasamtök sem gerðu einkum árásir á bandaríkjamenn erlendis. Það varð til þess að Ronald Reagan lét gera loftárás á Trípólí. Meðal skotmarka var heimili Gaddafis.

Meðal illvirkja Libyumanna var að sprengja þotu frá Pan American flugfélaginu yfir bænum Lockerbie í Skotlandi. Tvöhundruð áttatíu og einn lét lífið.

Það fór að þiðna í samskiptum Libyu og Vesturlanda þegar þeirr fyrrnefndu viðurkenndu ábyrgð sína á Lockerbie árásinni og samþykktu að greiða bætur.

Þegar svo Libyumenn árið 2003 létu af kjarnorkuvopnaáætlunum sínum léttu Bandaríkjamenn viðskiptabanni á landið og tóku það af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×