Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:19 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga. „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Sjá meira
„Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. „Það er of mikið að fá tvö mörk á okkur á sex mínútum. Ég veit ekki hvort það má skrifa þetta á einbeitingarleysi eða að leikmenn báru of mikla virðingu fyrir þeim sem var algjör óþarfi." „Þegar maður lendir 2-0 undir á heimavelli gegn svona góðu liði er við ramman reip að draga. En við reyndum og sýndum á köflum að við erum með frábært sóknarlið." „Við eigum engan möguleika í seinni leiknum. Það er ljóst. Við munum nú einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Grindavík." Heimir óttast þó ekki að FH muni fá rassskellingu í síðari leiknum sem fer fram í Birmingham eftir tvær vikur. „Þeir munu væntanlega hvíla einhverja leikmenn og líta á þennan leik sem létta æfingu. Ég hef því engar áhyggjur." „En úrslitin í dag eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum okkur að fá meira úr þessum leik og vorum jafnvel að gæla við að fá jafntefli eða að tapa með einu marki. Þá hefði kannski verið smá pressa á þeim í síðari leiknum." Heimir sagði að það hefði fátt komið sér á óvart í liði Aston Villa, til að mynda sú staðreynd að Gareth Barry var í byrjunarliðinu í kvöld. „Hann (O'Neill) gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi í gær að Barry myndi koma við sögu í þessum leik og það var í raun ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir beittu mikið af löngum boltum og sóttu stíft á hægri hluta varnarinnar. Við lentum í tómum vandræðum með það einfaldlega vegna þess að leikmenn voru ekki nógu duglegir að hjálpa hvorum öðrum." „En það jákvæða við leikinn er að hann fer á reynslubankann hjá ungu leikmönnunum. Við vorum til að mynda með einn átján ára gamlan, Björn Daníel, sem að mínu mati var yfirburðamaður í okkar liði ásamt Dennis Siim."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52