Handknattleiksmarkvörðurinn Hilmar Þór Guðmundsson hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska 3. deildarfélagið TuS Ferdorf um að leika með liðinu á næsta tímabili en frá þessu er greint á heimasíðu FH.
Hilmar Þór er uppalinn FH-ingur en samningur hans við Hafnarfjarðarliðið rann út síðasta vor.
Hilmar Þór var á reynslu hjá þýska félaginu fyrr í mánuðnum og hefur greinilega gert nóg til þess að heilla forráðamenn félagsins.