Botnlanginn veittur í kvöld Júlía Margrét Einardóttir skrifar 26. febrúar 2009 00:01 Hörður Harðarson og Stefán Gunnarsson standa að Botnlanganum þar sem sístu auglýsingar ársins eru verðlaunaðar. Fréttablaðið/GVA Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsingar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara," segir Stefán Gunnarsson markaðsmaður en hann ásamt Herði Harðarsyni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu auglýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háðungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegastar þykja í Hollywood. Botnlangann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálfgerð gullkind, nema með faglegri áherslu," segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjónvarpsauglýsinguna, sístu herferðina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verðgildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verðlaunahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist alltaf gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsingum enda er þetta vinsælt sjónvarpsefni hjá ungum sem öldnum. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsingamönnum til gagns og leiðbeiningar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum. Razzie Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsingar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara," segir Stefán Gunnarsson markaðsmaður en hann ásamt Herði Harðarsyni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu auglýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háðungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegastar þykja í Hollywood. Botnlangann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálfgerð gullkind, nema með faglegri áherslu," segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjónvarpsauglýsinguna, sístu herferðina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verðgildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verðlaunahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist alltaf gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsingum enda er þetta vinsælt sjónvarpsefni hjá ungum sem öldnum. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsingamönnum til gagns og leiðbeiningar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum.
Razzie Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira