Khamenei krefst aðgerða Guðjón Helgason skrifar 21. mars 2009 12:00 Ali Khamenei, æðstiklerkur Írana, á útifundi í Mashhad í Íran í morgun. MYND/APTN Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun. Erlent Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun.
Erlent Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira