Nýr staður brýnn 18. nóvember 2009 06:00 Menn segja nú þegar lífeyrissjóðir ætla að fjármagna risaframkvæmd Landspítalans í sunnanverðum Þingholtum að það sé of seint að huga að nýju staðarvali fyrir húsaflæmið. En það er ekki of seint: umferðarmannvirki sem standa neðan við byggingarsvæðið eru tekin að sanna sig og raunin er sú að þau valda ekki þeirri umferð sem þar fer um, nýja Hringbrautin endar í tveimur þungum flöskuhálsum, bæði við Öskjuhlíðarháls og við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar með tilheyrandi töfum, mengun og kostnaði. Fyrirsjáanlegt er að leggja verður í gríðarlegan kostnað við að grafa Miklubrautina niður í jörð og kemst hún þar varla fyrir. Svokallaður Hliðarfótur gerir fátt meira en bæta aðgang að stórum vinnustöðum og umferðarmiðstöð undir Öskjuhlíð og á sér enga útleið suðureftir nema enn verði lagt í jarðgöng. Staðarval nýrra mannvirkja fyrir Landspítalann kallar á uppbyggingu mikilla umferðarmannvirkja með stjarnfræðilegum kostnaði fyrir borgarbúa og raunar landsmenn alla: göng undir Miklatún, Öskjuhlíð og Kársnes. Eldri möguleikar fyrir Landspítalann voru Fossvogur og Vífilsstaðir: Fossvogssvæðið er farið og Vífilsstaðir því einir eftir. Nýlega hafa Árni Gunnarsson og Gestur Ólafsson bent á að nú er óðum að styrkjast umferðarás sem nær frá Borgarnesi suður í Reykjanesbæ. Inná þann ás er auðvelt að komast af nesjabyggðinni allri. Engar líkur eru á að íbúar á Kársnesi og Álftanesi samþykki veg yfir Kópavog og suður enda stöðvast sú leið við byggðir sunnan Garðabæjar. Það er furðulegt og til marks um skammsýni okkar í skipulagsmálum að ekki skuli hafa verið hugað að fleiri svæðum nærri þeim ás: nýlega hefur verið bent á Ártúnsholtið vestanvert sem er nærri þessum öxli og Vífilsstaðir eru það líka. Helsta röksemdin fyrir byggingu nýrra stórbygginga neðan við gamla spítalasvæðið er að þar séu fyrir byggingar sem nýta má áfram: menn eru einmitt að huga að nýjum byggingum vegna þess að rekstrarkostnaður í hinum eldri er óþægilega hár. Þá á eftir að endurnýja þær frá grunni með miklum tilkostnaði til annarra nota. Það eru því veik rök fyrir viðbótarmagni nútímahúsnæðis skammt þar frá. Nálægð við Háskóla er líka nefnd til: bílastæðaflæmið við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík svarar þeirri röksemd: gera menn sér virkilega vonir að þeir sem koma á bílum á þessa tvo staði fari fótgangandi í tíma í kennslusjúkrahúsinu? Kjarni málsins er að staðarval nýja Landspítalans er til marks um veika skipulagsstjórn á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkslegt smákóngaveldi hefur fengið að haldast við þótt öll rök hnígi að því að sveitarfélagið verði eitt: frá Kjalarnesi suður fyrir Hafnarfjörð, hvernig svo sem grenndarlýðræði kæmi að stjórn stakra hverfa. Þessu úrelta fyrirkomulagi fylgir margvíslegt óhagræði sem stjórnmálaflokkarnir bera ábyrgð á og íbúar og fyrirtæki borga dýrum dómum: höfuðborgarsvæðið er smáborg í raun en ekki löng röð bæjarfélaga. Og músarholusjónarmiðin eru okkur dýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Menn segja nú þegar lífeyrissjóðir ætla að fjármagna risaframkvæmd Landspítalans í sunnanverðum Þingholtum að það sé of seint að huga að nýju staðarvali fyrir húsaflæmið. En það er ekki of seint: umferðarmannvirki sem standa neðan við byggingarsvæðið eru tekin að sanna sig og raunin er sú að þau valda ekki þeirri umferð sem þar fer um, nýja Hringbrautin endar í tveimur þungum flöskuhálsum, bæði við Öskjuhlíðarháls og við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar með tilheyrandi töfum, mengun og kostnaði. Fyrirsjáanlegt er að leggja verður í gríðarlegan kostnað við að grafa Miklubrautina niður í jörð og kemst hún þar varla fyrir. Svokallaður Hliðarfótur gerir fátt meira en bæta aðgang að stórum vinnustöðum og umferðarmiðstöð undir Öskjuhlíð og á sér enga útleið suðureftir nema enn verði lagt í jarðgöng. Staðarval nýrra mannvirkja fyrir Landspítalann kallar á uppbyggingu mikilla umferðarmannvirkja með stjarnfræðilegum kostnaði fyrir borgarbúa og raunar landsmenn alla: göng undir Miklatún, Öskjuhlíð og Kársnes. Eldri möguleikar fyrir Landspítalann voru Fossvogur og Vífilsstaðir: Fossvogssvæðið er farið og Vífilsstaðir því einir eftir. Nýlega hafa Árni Gunnarsson og Gestur Ólafsson bent á að nú er óðum að styrkjast umferðarás sem nær frá Borgarnesi suður í Reykjanesbæ. Inná þann ás er auðvelt að komast af nesjabyggðinni allri. Engar líkur eru á að íbúar á Kársnesi og Álftanesi samþykki veg yfir Kópavog og suður enda stöðvast sú leið við byggðir sunnan Garðabæjar. Það er furðulegt og til marks um skammsýni okkar í skipulagsmálum að ekki skuli hafa verið hugað að fleiri svæðum nærri þeim ás: nýlega hefur verið bent á Ártúnsholtið vestanvert sem er nærri þessum öxli og Vífilsstaðir eru það líka. Helsta röksemdin fyrir byggingu nýrra stórbygginga neðan við gamla spítalasvæðið er að þar séu fyrir byggingar sem nýta má áfram: menn eru einmitt að huga að nýjum byggingum vegna þess að rekstrarkostnaður í hinum eldri er óþægilega hár. Þá á eftir að endurnýja þær frá grunni með miklum tilkostnaði til annarra nota. Það eru því veik rök fyrir viðbótarmagni nútímahúsnæðis skammt þar frá. Nálægð við Háskóla er líka nefnd til: bílastæðaflæmið við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík svarar þeirri röksemd: gera menn sér virkilega vonir að þeir sem koma á bílum á þessa tvo staði fari fótgangandi í tíma í kennslusjúkrahúsinu? Kjarni málsins er að staðarval nýja Landspítalans er til marks um veika skipulagsstjórn á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkslegt smákóngaveldi hefur fengið að haldast við þótt öll rök hnígi að því að sveitarfélagið verði eitt: frá Kjalarnesi suður fyrir Hafnarfjörð, hvernig svo sem grenndarlýðræði kæmi að stjórn stakra hverfa. Þessu úrelta fyrirkomulagi fylgir margvíslegt óhagræði sem stjórnmálaflokkarnir bera ábyrgð á og íbúar og fyrirtæki borga dýrum dómum: höfuðborgarsvæðið er smáborg í raun en ekki löng röð bæjarfélaga. Og músarholusjónarmiðin eru okkur dýr.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun