Haukar lögðu Fram í Safamýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2009 19:12 Viggó Sigurðsson stýrir Fram gegn sínu gamla félagi í kvöld. Mynd/Anton Topplið Hauka vann góðan sigur á Fram, 22-27, í hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Haukarnir efstir sem fyrr í deildinni en Fram verður í miklum slag um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Haukar sigra þennan slagsmálaleik sannfærandi. 56. mín: Haukar kláruðu þennan leik í 17-18. Skoruðu 6 mörk í röð og tryggðu sér stigin tvö. Staðan 18-24. 53. mín: Sigurbergur að detta í gírinn á lokakaflanum eftir mörg misheppnuð skot. Haukar með ágætt tak á þessum leik, 17-22. 50. mín: Birkir varði nokkra bolta og Haukar komust í 15-18. Þá komu Framarar aftur til baka og minnkuðu muninn í 17-18. Nú er staðan 17-19. Þetta er rosalegur leikur. 45. mín: Magnús Erlendsson ver eins og berserkur og hjálpar Fram að komast aftur inn í leikinn. Staðan 15-16 fyrir Hauka. 40. mín: Haukar að ná smá tökum á þessum leik sem hefur verið æsispennandi. Sóknarleikur Fram að klikka. 13-16 fyrir Hauka. 35. mín: Rúnar og Sigurbergur reyna að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri en skotnýting ungu stjarnanna er skelfileg í þessum leik. 11-13 fyrir Hauka. 30. mín: Framarar rúlluðu út aukastúku í leikhléi við varamannabekk Hauka, að því er virtist að óþörfu enda pláss hinum megin í húsinu. Kjartan Steinbach eftirlitsdómari var einhverra hluta vegna á móti því og lét Framara ganga frá stúkunni á nýjan leik eftir að áhorfendur voru sestir í stúkuna. Sérstök uppákoma. Hálfleikur: 10-11 fyrir Hauka. Átakamiklum fyrri hálfleik lokið. Heitt í mönnum og fast tekist á. Ætti að verða æsilegur síðari hálfleikur. Rúnar Kárason hefur skorað mest Framara eða 3 mörk, þar af 2 úr vítum. Magnús Erlendsson verið þeirra bestur og séð til þess að munurinn er aðeins eitt mark með því að verja 12 skot í hálfleiknum. Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest Hauka eða 5 mörk, þar af 4 úr vítum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í Haukamarkinu. 27. mín: 9-10 fyrir Hauka. Arnar Pétursson að taka á Rúnari Kárasyni en Arnar varð brjálaður er Rúnar sló til Gunnars áðan. Arnar reynir að æsa Rúnar upp. 24. mín: Framarar aðeins að koma til baka og Haukar taka leikhlé. Staðan 8-9 fyrir Hauka. 20. mín: Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kominn með gult spjald og er enn æstur. Hann virkar taugatrekktur en Viggó Sigurðsson er með rólegra móti á hinum bekknum. Það kraumar undir og ekki hjálpar til að dómarar eru frekar mistækir. Staðan 6-8 fyrir Hauka. 15. mín: Allt að sjóða upp úr. Rúnar Kárason virtist slá framan í Gunnar Berg Viktorsson sem var við eigin bekk. Haukarnir brjálaðir og Rúnar líka sem vildi fá fríkast skömmu áður. Hann virtist sleppa vel með skrekkinn þarna. 10. mín: Enn mikil átök og sterkar varnir hjá báðum liðum. 3-4 fyrir Hauka. 5. mín: Fast tekist á fyrstu mínúturnar og ljóst að ekkert verður gefið eftir. Ekkert sérstaklega margir áhorfendur en hafa hátt með stórum trommum. Staðan 2-1 fyrir Fram. Olís-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Topplið Hauka vann góðan sigur á Fram, 22-27, í hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Haukarnir efstir sem fyrr í deildinni en Fram verður í miklum slag um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Haukar sigra þennan slagsmálaleik sannfærandi. 56. mín: Haukar kláruðu þennan leik í 17-18. Skoruðu 6 mörk í röð og tryggðu sér stigin tvö. Staðan 18-24. 53. mín: Sigurbergur að detta í gírinn á lokakaflanum eftir mörg misheppnuð skot. Haukar með ágætt tak á þessum leik, 17-22. 50. mín: Birkir varði nokkra bolta og Haukar komust í 15-18. Þá komu Framarar aftur til baka og minnkuðu muninn í 17-18. Nú er staðan 17-19. Þetta er rosalegur leikur. 45. mín: Magnús Erlendsson ver eins og berserkur og hjálpar Fram að komast aftur inn í leikinn. Staðan 15-16 fyrir Hauka. 40. mín: Haukar að ná smá tökum á þessum leik sem hefur verið æsispennandi. Sóknarleikur Fram að klikka. 13-16 fyrir Hauka. 35. mín: Rúnar og Sigurbergur reyna að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri en skotnýting ungu stjarnanna er skelfileg í þessum leik. 11-13 fyrir Hauka. 30. mín: Framarar rúlluðu út aukastúku í leikhléi við varamannabekk Hauka, að því er virtist að óþörfu enda pláss hinum megin í húsinu. Kjartan Steinbach eftirlitsdómari var einhverra hluta vegna á móti því og lét Framara ganga frá stúkunni á nýjan leik eftir að áhorfendur voru sestir í stúkuna. Sérstök uppákoma. Hálfleikur: 10-11 fyrir Hauka. Átakamiklum fyrri hálfleik lokið. Heitt í mönnum og fast tekist á. Ætti að verða æsilegur síðari hálfleikur. Rúnar Kárason hefur skorað mest Framara eða 3 mörk, þar af 2 úr vítum. Magnús Erlendsson verið þeirra bestur og séð til þess að munurinn er aðeins eitt mark með því að verja 12 skot í hálfleiknum. Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest Hauka eða 5 mörk, þar af 4 úr vítum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í Haukamarkinu. 27. mín: 9-10 fyrir Hauka. Arnar Pétursson að taka á Rúnari Kárasyni en Arnar varð brjálaður er Rúnar sló til Gunnars áðan. Arnar reynir að æsa Rúnar upp. 24. mín: Framarar aðeins að koma til baka og Haukar taka leikhlé. Staðan 8-9 fyrir Hauka. 20. mín: Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kominn með gult spjald og er enn æstur. Hann virkar taugatrekktur en Viggó Sigurðsson er með rólegra móti á hinum bekknum. Það kraumar undir og ekki hjálpar til að dómarar eru frekar mistækir. Staðan 6-8 fyrir Hauka. 15. mín: Allt að sjóða upp úr. Rúnar Kárason virtist slá framan í Gunnar Berg Viktorsson sem var við eigin bekk. Haukarnir brjálaðir og Rúnar líka sem vildi fá fríkast skömmu áður. Hann virtist sleppa vel með skrekkinn þarna. 10. mín: Enn mikil átök og sterkar varnir hjá báðum liðum. 3-4 fyrir Hauka. 5. mín: Fast tekist á fyrstu mínúturnar og ljóst að ekkert verður gefið eftir. Ekkert sérstaklega margir áhorfendur en hafa hátt með stórum trommum. Staðan 2-1 fyrir Fram.
Olís-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða