Sigurgöngur Boston og Lakers lengjast - Kobe með flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2009 11:15 Kobe Bryant sést hér skora sigurkörfu sína í nótt yfir Dwyane Wade. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira