Sport

Hatton bað stuðningsmenn afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manny fór heldur létt með Ricky.
Manny fór heldur létt með Ricky. Nordic Photos / AFP

Ricky Hatton hefur beðið stuðningsmenn sína afsökunar eftir að hann tapaði illa fyrir Manny Pacquiao í Las Vegas nú um helgina.

IBO-titilinn í léttveltivigt var undir í bardaganum en með tapinu er ljóst að Ricky Hatton telst ekki lengur eiga erindi í bestu hnefaleikakappa heims. Hann hafði áður tapað fyrir Floyd Mayweather, í desember árið 2007.

Manny Pacquiao rotaði Hatton strax í annarri lotu og þurfti að flytja Hatton upp á sjúkrahús eftir bardagann.

Talið er að um 20 þúsund Bretar hafi ferðast til Las Vegar í þeim tilgangi að fylgjast með bardaganum.

„Mér þykir þetta svo miður fyrir ykkur öll," sagði Hatton í samtali við breska fjölmiðla. „Það er í lagi með mig en mér finnst þetta leitt fyrir hönd þeirra sem komu hingað."

„Ég sá aldrei höggið," sagði hann um rothögg Pacquiao. „Þetta var frábært högg. Ég óska Manny til hamingju. Hann er frábær hnefaleikamaður."



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×