Þríframlengt í Chicago 1. maí 2009 11:36 John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago í nótt Nordic Photos/Getty Images Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago. Það fór svo að lokum að heimamenn í Chicago höfðu sigur og jöfnuðu þar með metin í 3-3 í einvíginu með 128-127 sigri í maraþonleik. Oddaleikurinn verður í Boston annað kvöld. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og nýliðinn Derrick Rose skoraði 28 stig og varði síðasta skot leiksins frá Rajon Rondo sem hefði tryggt Boston farseðilinn í næstu umferð ef það hefði farið niður. Ray Allen setti persónulegt met með því að skora 51 stig og skora níu þrista fyrir Boston, en það dugði ekki til. Þrír af byrjunarliðsmönnum Boston, þar á meðal Paul Pierce, voru komnir af velli með sex villur í lokin. Af leikjunum sex til þessa í einvíginu hefur aðeins þriðji leikurinn unnist örugglega og alls hafa sjö framlengingar litið dagsins ljós í einvíginu. NBA metið var fjórar framlengingar í einni seríu. "Þetta er algjör geggjun, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessu," sagði pollrólegur nýliði Chicago, Derrick Rose. "Fólk mun tala um þessa seríu í mörg ár," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago. Paul Pierce hjá Chicago tók í sama streng. "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta einvígi. Það hefur verið stórkostlegt," sagði hann. Ray Allen var þremur stigum frá félagsmeti Boston yfir flest stig í leik í úrslitakeppni. John Havlicek skoraði 54 stig í leik árið 1973. Oddaleikurinn í einvíginu verður í Boston á annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti. Loksins loksins hjá Houston Houston Rockets náði loksins að hrista af sér álögin sem hafa verið á liðinu undanfarin ár og tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti síðan árið 1997 þegar liðið lagði Portland 92-76 á heimavelli. Houston vann einvígið 4-2. Ron Artest skoraði 27 stig fyrir Houston og Yao Ming skoraði 17 stig. Þetta var í fyrsta skipti sem Kínverjinn stóri vinnur seríu í úrslitakeppni síðan hann kom til liðsins árið 2002. LaMarcus Aldrige skoraði 26 stig fyrir Portland og Brandon Roy 22. Orlando áfram Orlando kláraði einvígi sitt gegn Philadelphia með öruggum 114-89 útisigri á Philadelphia og vann því samanlagt 4-2. Orlando spilaði án Dwight Howard í leiknum en það kom ekki að sök. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Rafer Alston var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Andre Miller var bestur hjá Philadelphia með 24 stig og 7 stoðsendingar. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago. Það fór svo að lokum að heimamenn í Chicago höfðu sigur og jöfnuðu þar með metin í 3-3 í einvíginu með 128-127 sigri í maraþonleik. Oddaleikurinn verður í Boston annað kvöld. John Salmons skoraði 35 stig fyrir Chicago og nýliðinn Derrick Rose skoraði 28 stig og varði síðasta skot leiksins frá Rajon Rondo sem hefði tryggt Boston farseðilinn í næstu umferð ef það hefði farið niður. Ray Allen setti persónulegt met með því að skora 51 stig og skora níu þrista fyrir Boston, en það dugði ekki til. Þrír af byrjunarliðsmönnum Boston, þar á meðal Paul Pierce, voru komnir af velli með sex villur í lokin. Af leikjunum sex til þessa í einvíginu hefur aðeins þriðji leikurinn unnist örugglega og alls hafa sjö framlengingar litið dagsins ljós í einvíginu. NBA metið var fjórar framlengingar í einni seríu. "Þetta er algjör geggjun, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af þessu," sagði pollrólegur nýliði Chicago, Derrick Rose. "Fólk mun tala um þessa seríu í mörg ár," sagði Joakim Noah, leikmaður Chicago. Paul Pierce hjá Chicago tók í sama streng. "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta einvígi. Það hefur verið stórkostlegt," sagði hann. Ray Allen var þremur stigum frá félagsmeti Boston yfir flest stig í leik í úrslitakeppni. John Havlicek skoraði 54 stig í leik árið 1973. Oddaleikurinn í einvíginu verður í Boston á annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti. Loksins loksins hjá Houston Houston Rockets náði loksins að hrista af sér álögin sem hafa verið á liðinu undanfarin ár og tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta skipti síðan árið 1997 þegar liðið lagði Portland 92-76 á heimavelli. Houston vann einvígið 4-2. Ron Artest skoraði 27 stig fyrir Houston og Yao Ming skoraði 17 stig. Þetta var í fyrsta skipti sem Kínverjinn stóri vinnur seríu í úrslitakeppni síðan hann kom til liðsins árið 2002. LaMarcus Aldrige skoraði 26 stig fyrir Portland og Brandon Roy 22. Orlando áfram Orlando kláraði einvígi sitt gegn Philadelphia með öruggum 114-89 útisigri á Philadelphia og vann því samanlagt 4-2. Orlando spilaði án Dwight Howard í leiknum en það kom ekki að sök. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Orlando og Rafer Alston var með 21 stig og 10 stoðsendingar. Andre Miller var bestur hjá Philadelphia með 24 stig og 7 stoðsendingar.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli