Það eru enn þrír stórir í liði Boston 27. apríl 2009 17:33 Paul Pierce, Rajon Rondo og Ray Allen Nordic Photos/Getty Images Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli