FC Kaupmannahöfn náði jafntefli gegn Manchester City á heimavelli í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.
FCK lenti tvívegis undir í leiknum en það var Martin Vingaard sem skoraði síðara jöfnunarmarkið með skalla í uppbótartíma.
Nedum Onuoha kom City yfir á 29. mínútu er Jesper Christiansen, markvörður FCK, náði ekki að halda fremur lausu skoti hans.
Ailton Almeida jafnaði metin fyrir FCK með skallamarki eftir hornspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.
Stephen Ireland kom þá City aftur yfir með laglegu skoti en allt kom fyrir ekki eins og áður segir.
FCK náði jafntefli gegn Man City
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti

„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn




Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn
