Kobe með flautukörfu í framlengingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2009 09:19 Kobe Bryant í leik með LA Lakers. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Þetta tókst honum þó svo að hann hafi spilað með spelku á hægri vísifingri en alls skoraði hann 39 stig í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi. Andrew Bogut fékk reyndar tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma er hann náði að fiska villu á varnarmann Lakers um leið og hann setti niður skot og jafnaði þar með leikinn, 95-95. En hann klikkaði á vítalínunni og fékk því Lakers tækifæri til að klára leikinn í síðustu sókninni. Þá klikkaði hins vegar Kobe á flautukörfunni. Milwaukee var með frumkvæðið í framlengingunni og komst í sex stiga forystu, 106-100, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Kobe svaraði strax með körfu en Eresan Ilyasova komst á vítalínuna í næstu sókn Milwaukee. Hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Lakers fékk því tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Kobe keyrði inn í teig og náði að skora með miklum látum. Heimamenn töldu að um ruðning hefði verið að ræða en í staðinn fékk hann körfuna dæmda góða og vítakast þar að auki. Þar með var munurinn orðinn eitt stig. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með flautukörfu í blálok leiksins eftir að Michael Redd hafði klikkað á skoti fyrir Milwaukee skömmu áður. Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 22 fráköst. Ron Artest var með tíu stig. Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Ilyasova 24 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Hér má sjá úrslit þeirra: Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 110-97Indiana Pacers - Charlotte Bobcats 101-98Orlando Magic - Toronto Raptors 118-99 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 101-108 New Jersey Nets - Utah Jazz 92-108 Milwaukee Bucks - LA Lakers 106-107 Minnesote Timberwolves - LA Clippers 95-120New Orleans Hornets - Detroit Pistons 95-87 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-100Denver Nuggets - Houston Rockets 111-101Sacramento Kings - Washington Wizards 112-109 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 91-103 NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Þetta tókst honum þó svo að hann hafi spilað með spelku á hægri vísifingri en alls skoraði hann 39 stig í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi. Andrew Bogut fékk reyndar tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma er hann náði að fiska villu á varnarmann Lakers um leið og hann setti niður skot og jafnaði þar með leikinn, 95-95. En hann klikkaði á vítalínunni og fékk því Lakers tækifæri til að klára leikinn í síðustu sókninni. Þá klikkaði hins vegar Kobe á flautukörfunni. Milwaukee var með frumkvæðið í framlengingunni og komst í sex stiga forystu, 106-100, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Kobe svaraði strax með körfu en Eresan Ilyasova komst á vítalínuna í næstu sókn Milwaukee. Hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Lakers fékk því tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Kobe keyrði inn í teig og náði að skora með miklum látum. Heimamenn töldu að um ruðning hefði verið að ræða en í staðinn fékk hann körfuna dæmda góða og vítakast þar að auki. Þar með var munurinn orðinn eitt stig. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með flautukörfu í blálok leiksins eftir að Michael Redd hafði klikkað á skoti fyrir Milwaukee skömmu áður. Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 22 fráköst. Ron Artest var með tíu stig. Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Ilyasova 24 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Hér má sjá úrslit þeirra: Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 110-97Indiana Pacers - Charlotte Bobcats 101-98Orlando Magic - Toronto Raptors 118-99 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 101-108 New Jersey Nets - Utah Jazz 92-108 Milwaukee Bucks - LA Lakers 106-107 Minnesote Timberwolves - LA Clippers 95-120New Orleans Hornets - Detroit Pistons 95-87 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-100Denver Nuggets - Houston Rockets 111-101Sacramento Kings - Washington Wizards 112-109 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 91-103
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira