AGS spáir betri tíð í uppfærðri hagvaxtarspá 13. júní 2009 06:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnni en fyrir tveimur mánuðum á horfur í efnahagslífi þjóðanna á næsta ári.Fréttablaðið/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár og reiknar nú með 2,4 prósenta hagvexti á heimsvísu í stað 1,9 prósenta. Sjóðurinn gefur út heildarspána fyrir fund átta umsvifamestu iðnríkja heims, sem haldinn verður í ítölsku borginni L’Aquila í júlí. Borgin komst í heimsfréttirnar í apríl þegar jarðskjálftar jöfnuðu heimili sextíu þúsund íbúa hennar við jörðu. Væntingar AGS eru þvert á spá Alþjóðabankans frá í fyrradag en hann telur samdrátt á heimsvísu munu liggja nær þremur prósentum en þeim 1,7 prósentum sem hann reiknaði með í spá sinni í mars. Mun fjármálakreppan hafa dregið svo mjög úr fjárfestingum og brennt upp svo mikið fjármagn innan hinna þróaðri hagkerfa að ólíklegt sé að þau nái sér á næstu misserum. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir mismuninn skýrast af því að AGS og Alþjóðabankinn mæli mismunandi hagvísa. Blaðið bendir á að fjármálaskýrendur telji verstu hremmingarnar í alþjóðlegu efnahagslífi yfirstaðnar og vænta megi betri tíðar á næsta ári. Bloomberg-fréttaveitan bætir því við að japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan hafi endað í 10.135 stigum í gærmorgun auk þess sem væntingar neytenda hafi aukist nokkuð í Bandaríkjunum. Það glæði vonir manna um að versta efnahagskreppa í manna minnum sé í rénun. Japanska vísitalan hefur verið á góðu skriði síðan í mars og hafði í gær ekki verið hærri síðan í byrjun október í fyrra, þegar fjármálamarkaðir voru að fara á hliðina í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Haft er eftir japönskum sérfræðingum að talsverðrar bjartsýni gæti á asískum mörkuðum um þessar mundir, ekki síst í kjölfar birtingar hagtalna í Japan og Kína sem voru ívið betri en almennt hafði verið búist við. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár og reiknar nú með 2,4 prósenta hagvexti á heimsvísu í stað 1,9 prósenta. Sjóðurinn gefur út heildarspána fyrir fund átta umsvifamestu iðnríkja heims, sem haldinn verður í ítölsku borginni L’Aquila í júlí. Borgin komst í heimsfréttirnar í apríl þegar jarðskjálftar jöfnuðu heimili sextíu þúsund íbúa hennar við jörðu. Væntingar AGS eru þvert á spá Alþjóðabankans frá í fyrradag en hann telur samdrátt á heimsvísu munu liggja nær þremur prósentum en þeim 1,7 prósentum sem hann reiknaði með í spá sinni í mars. Mun fjármálakreppan hafa dregið svo mjög úr fjárfestingum og brennt upp svo mikið fjármagn innan hinna þróaðri hagkerfa að ólíklegt sé að þau nái sér á næstu misserum. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir mismuninn skýrast af því að AGS og Alþjóðabankinn mæli mismunandi hagvísa. Blaðið bendir á að fjármálaskýrendur telji verstu hremmingarnar í alþjóðlegu efnahagslífi yfirstaðnar og vænta megi betri tíðar á næsta ári. Bloomberg-fréttaveitan bætir því við að japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan hafi endað í 10.135 stigum í gærmorgun auk þess sem væntingar neytenda hafi aukist nokkuð í Bandaríkjunum. Það glæði vonir manna um að versta efnahagskreppa í manna minnum sé í rénun. Japanska vísitalan hefur verið á góðu skriði síðan í mars og hafði í gær ekki verið hærri síðan í byrjun október í fyrra, þegar fjármálamarkaðir voru að fara á hliðina í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Haft er eftir japönskum sérfræðingum að talsverðrar bjartsýni gæti á asískum mörkuðum um þessar mundir, ekki síst í kjölfar birtingar hagtalna í Japan og Kína sem voru ívið betri en almennt hafði verið búist við.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira