Innlent

Geir Haarde: Erfiðustu dagar á starfsævi minni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir greindi frá því í lok janúar að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hefði verið slitið. Mynd/ GVA.
Geir greindi frá því í lok janúar að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hefði verið slitið. Mynd/ GVA.
Vikurnar eftir fjármálahrunið á Íslandi voru rosalegar, sagði Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á BBC World Service.

Geir, sem var gestastjórnandi í Europe Today, sagði að dagarnir eftir hrunið hefðu verið erfiðustu dagar og vikur á hans starfsævi. „En ég ætlaði mér ekkert að gefast upp. Mér fannst það verkefni mitt að hlaupast ekki undan heldur koma landinu aftur á skrið," sagði Geir Haarde.

Hann sagði að pólitíska landslagið hefði hins vegar tekið stakkaskiptum og ný ríkisstjórn hefði tekið við eftir að kosningar fóru fram. Hann sagðist óska nýju ríkisstjórninni alls hins besta.

Þá benti Geir Bretum á að Íslendingar hefðu sett upp rannsóknarnefnd til að rannsaka aðdraganda hrunsins. Nefndin myndi skila af sér í nóvember. Tilteknir einstaklingar hefðu gefið út bækur sem væru athyglisverðar en hann vildi bíða þangað til í nóvember og sjá niðurstöður rannsóknarnefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×