Markús og Ernir með - Dagur og Sigfús Páll í stúkunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 14:15 Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld." Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld."
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn