Haukar í úrslitin eftir stórsigur á Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2009 18:43 Guðjón Finnur Drengsson í baráttu við varnarmenn Hauka. Mynd/Anton Deildarmeistarar Hauka tryggðu sér í dag sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir stórsigur á Fram á heimvelli, 30-21, í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla. Leiknum var lýst beint hjá á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Haukar - Fram 30-21 Fögnuður Hauka er mikill eftir öruggan sigur á Fram. Þetta var aldrei spurning eftir að ljóst var að Framarar tókst ekki að minnka muninn snemma í síðari hálfleik. Haukar gengu einfaldlega á lagið og kláruðu leikinn.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 7/4 Einar Örn Jónsson 5/1 Elías Már Halldórsson 5 Freyr Brynjarsson 4 Andri Stefan 3 Arnar Pétursson 2 Kári Kristján Kristjánsson 2 Tjörvi Þorgeirsson 1 Gunnar Berg Viktorsson 1Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 5/2 Róbert Aron Hostert 4 Andri Berg Haraldsson 3 Guðjón Drengsson 2 Haraldur Þorvarðarson 2 Brjánn Bjarnason 1 Einar Rafn Eiðsson 1 Guðmundur Hermannsson 1 Magnús Stefánsson 1 Rúnar Kárason 156. mínúta: Haukar - Fram 29-18 Það er lítil spenna í þessu. Leikmenn bíða þess að leiktíminn renni út.51. mínúta: Haukar - Fram 28-18 Rúnar Kárason hefur ekkert fengið að spila síðan í fyrri hálfleik og hann situr sem fastast á bekknum - væntanlega vegna meiðsla. Þetta er hans kveðjuleikur með Fram því hann fer til Füchse Berlin í Þýskalandi í sumar.43. mínúta: Haukar - Fram 24-13 Það þarf ansi mikið að gerast í þessum leik ef Haukar eiga að missa þennan leik niður í tap.38. mínúta: Haukar - Fram 21-11 Tíu marka munur. Sóknarleikur Fram er í algerum molum. Það er sóknarbrot og sóknarfeilar til skiptis auk þess sem Birkir Ívar hefur farið mikinn í markinu.34. mínúta: Haukar - Fram 18-10 Haukar hefja síðari hálfleikinn með tveimur mörkum og hörku varnarleik. Hálfleiksræða Viggós er ekki enn farin að skila sér.Hálfleikur: Haukar - Fram 16-10 Þrátt fyrir allt hefur verið allt annað að sjá til Framara þessar síðustu mínútur hálfleiksins en í upphafi leiks. Haukar hafa þó ekki sleppt takinu af þessum leik og leiða með sex mörkum. Framarar þurfa helst að brýna sóknarleikinn til að koma sér aftur inn í leikinn. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 6/3 Elías Már Halldórsson 3 Freyr Brynjarsson 2 Einar Örn Jónsson 2/1 Andri Stefan 1 Arnar Pétursson 1 Gunnar Berg Viktorsson 1Mörk Fram: Guðjón Drengsson 2 Jóhann G. Einarsson 2 Andri Berg Haraldsson 2 Einar Rafn Eiðsson 1 Guðmundur Hermannsson 1 Magnús Stefánsson 1 Rúnar Kárason 126. mínúta: Haukar - Fram 14-8 Þetta er búið að vera mikið fjör síðustu mínúturnar. Mikið um baráttu og hart tekið á því á báða bóga. Framarar virðast vera að koma sér betur inn í leikinn en betur má ef duga skal.21. mínúta: Haukar - Fram 12-7 Birkir Ívar tók tvö skot í viðbót og Haukar skoruðu úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Elías Már gerði það og var brotið á honum í leiðinni. Haraldur Þorvarðarson fékk tveggja mínútna brottvísun við litla hrifningu Viggós Sigurðssonar þjálfara Fram.20. mínúta: Haukar - Fram 11-6 Haukar eru að taka öll völd í leiknum. Framarar eru að taka löng skot utan af velli og Birkir Ívar hefur verið duglegur að verja þau. Hann er búinn að verja alls sex skot í leiknum.18. mínúta: Haukar - Fram 9-6 Haukarnir svara með þremur mörkum gegn einu eftir leikhléið og hafa endurheimt þriggja marka forystu sína. Það er komin smá barátta í þennan leik en Haukar eru að verjast mjög framarlega.14. mínúta: Haukar - Fram 6-5 Framarar skora tvö í röð eftir klaufaleg mistök heimamanna í sínum sóknarleik. Aron tekur því leikhlé til að fara yfir málin. 12. mínúta: Haukar - Fram 6-3 Brjánn Bjarnason komst einn gegn Birki Ívari en lét verja frá sér. Haukar skoruðu í kjölfarið og juku muninn í þrjú mörk á ný í stað þess að Fram náði að minnka muninn í eitt. Dýrt fyrir þá bláklæddu.9. mínúta: Haukar - Fram 5-2 Tvö hraðaupphlaupsmörk hjá Haukum í röð og þeir eru komnir þremur yfir. Sóknarleikurinn hjá Fram lítur ekki vel út.5. mínúta: Haukar - Fram 2-1 Leikurinn fer nokkuð rólega af stað. Bæði lið að þreifa sig áfram. Haukar hafa nælt sér í tvö víti í leiknum og misnotað eitt og er það munurinn á milli liðanna.1. mínúta: Haukar - Fram 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Hafnarfirði. Birkir Ívar varði frá Andra Berg í fyrstu sókninni.19.26 Mættu vera fleiri Það verður bara að segjast alveg eins og er - það er ekkert sérstaklega vel mætt á þennan leik. Nokkur hundruð manns. Ekkert miðað við mikilvægi leiksins. 19.20 Ljósin slökkt Ljósin hafa verið slökkt. Í kerfinu hljómar „Inní mér syngur vitleysingur" með Sigur Rós. Ekki „Bad Boys" sem eru vissulega vonbrigði. Um leið eru sýndar myndir af ýmsum sigrum Hauka í gegnum tíðina. Þetta tekur langan tíma ...19.15 Í Haukabúningnum „Sorrí. Ég bý í hverfinu," sagði Jónsi um leið og hann sneri sér að stuðningsmönnum Fram. Hann var þá nýbúinn að rífa sig úr yfirhöfninni og kom þá í ljós Haukatreyjan. 19.12 Jónsi tekur lagið Hér er Jónsi Í svörtum fötum mættur með gítarinn að vopni til að kynda upp í mannskapnum. Hann gerði góða hluti í úrslitakeppninni í körfunni og því ekki að fá hann í handboltann líka?19.00 Áhorfendur að mæta Fjölgað hefur í áhorfendastúkunum síðustu mínúturnar nú þegar hálftími er í leik. Vonandi að það verði fullt hús í kvöld en til þess þarf þó slatta af manns enn. 18.45 Velkomin til leiks Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Hauka og Fram verður lýst. Um er oddaleik liðanna í undanúrslitum að ræða en leikurinn fer fram á Ásvöllum, heimavelli deildarmeistara Hauka. Framarar komu á óvart þegar þeir unnu fyrsta leikinn í rimmunni á þessum velli en Haukar náðu að svara í sömu mynt í Safamýrinni. Það má því búast við hörkuleik hér í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka tryggðu sér í dag sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir stórsigur á Fram á heimvelli, 30-21, í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla. Leiknum var lýst beint hjá á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Haukar - Fram 30-21 Fögnuður Hauka er mikill eftir öruggan sigur á Fram. Þetta var aldrei spurning eftir að ljóst var að Framarar tókst ekki að minnka muninn snemma í síðari hálfleik. Haukar gengu einfaldlega á lagið og kláruðu leikinn.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 7/4 Einar Örn Jónsson 5/1 Elías Már Halldórsson 5 Freyr Brynjarsson 4 Andri Stefan 3 Arnar Pétursson 2 Kári Kristján Kristjánsson 2 Tjörvi Þorgeirsson 1 Gunnar Berg Viktorsson 1Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 5/2 Róbert Aron Hostert 4 Andri Berg Haraldsson 3 Guðjón Drengsson 2 Haraldur Þorvarðarson 2 Brjánn Bjarnason 1 Einar Rafn Eiðsson 1 Guðmundur Hermannsson 1 Magnús Stefánsson 1 Rúnar Kárason 156. mínúta: Haukar - Fram 29-18 Það er lítil spenna í þessu. Leikmenn bíða þess að leiktíminn renni út.51. mínúta: Haukar - Fram 28-18 Rúnar Kárason hefur ekkert fengið að spila síðan í fyrri hálfleik og hann situr sem fastast á bekknum - væntanlega vegna meiðsla. Þetta er hans kveðjuleikur með Fram því hann fer til Füchse Berlin í Þýskalandi í sumar.43. mínúta: Haukar - Fram 24-13 Það þarf ansi mikið að gerast í þessum leik ef Haukar eiga að missa þennan leik niður í tap.38. mínúta: Haukar - Fram 21-11 Tíu marka munur. Sóknarleikur Fram er í algerum molum. Það er sóknarbrot og sóknarfeilar til skiptis auk þess sem Birkir Ívar hefur farið mikinn í markinu.34. mínúta: Haukar - Fram 18-10 Haukar hefja síðari hálfleikinn með tveimur mörkum og hörku varnarleik. Hálfleiksræða Viggós er ekki enn farin að skila sér.Hálfleikur: Haukar - Fram 16-10 Þrátt fyrir allt hefur verið allt annað að sjá til Framara þessar síðustu mínútur hálfleiksins en í upphafi leiks. Haukar hafa þó ekki sleppt takinu af þessum leik og leiða með sex mörkum. Framarar þurfa helst að brýna sóknarleikinn til að koma sér aftur inn í leikinn. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 6/3 Elías Már Halldórsson 3 Freyr Brynjarsson 2 Einar Örn Jónsson 2/1 Andri Stefan 1 Arnar Pétursson 1 Gunnar Berg Viktorsson 1Mörk Fram: Guðjón Drengsson 2 Jóhann G. Einarsson 2 Andri Berg Haraldsson 2 Einar Rafn Eiðsson 1 Guðmundur Hermannsson 1 Magnús Stefánsson 1 Rúnar Kárason 126. mínúta: Haukar - Fram 14-8 Þetta er búið að vera mikið fjör síðustu mínúturnar. Mikið um baráttu og hart tekið á því á báða bóga. Framarar virðast vera að koma sér betur inn í leikinn en betur má ef duga skal.21. mínúta: Haukar - Fram 12-7 Birkir Ívar tók tvö skot í viðbót og Haukar skoruðu úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Elías Már gerði það og var brotið á honum í leiðinni. Haraldur Þorvarðarson fékk tveggja mínútna brottvísun við litla hrifningu Viggós Sigurðssonar þjálfara Fram.20. mínúta: Haukar - Fram 11-6 Haukar eru að taka öll völd í leiknum. Framarar eru að taka löng skot utan af velli og Birkir Ívar hefur verið duglegur að verja þau. Hann er búinn að verja alls sex skot í leiknum.18. mínúta: Haukar - Fram 9-6 Haukarnir svara með þremur mörkum gegn einu eftir leikhléið og hafa endurheimt þriggja marka forystu sína. Það er komin smá barátta í þennan leik en Haukar eru að verjast mjög framarlega.14. mínúta: Haukar - Fram 6-5 Framarar skora tvö í röð eftir klaufaleg mistök heimamanna í sínum sóknarleik. Aron tekur því leikhlé til að fara yfir málin. 12. mínúta: Haukar - Fram 6-3 Brjánn Bjarnason komst einn gegn Birki Ívari en lét verja frá sér. Haukar skoruðu í kjölfarið og juku muninn í þrjú mörk á ný í stað þess að Fram náði að minnka muninn í eitt. Dýrt fyrir þá bláklæddu.9. mínúta: Haukar - Fram 5-2 Tvö hraðaupphlaupsmörk hjá Haukum í röð og þeir eru komnir þremur yfir. Sóknarleikurinn hjá Fram lítur ekki vel út.5. mínúta: Haukar - Fram 2-1 Leikurinn fer nokkuð rólega af stað. Bæði lið að þreifa sig áfram. Haukar hafa nælt sér í tvö víti í leiknum og misnotað eitt og er það munurinn á milli liðanna.1. mínúta: Haukar - Fram 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Hafnarfirði. Birkir Ívar varði frá Andra Berg í fyrstu sókninni.19.26 Mættu vera fleiri Það verður bara að segjast alveg eins og er - það er ekkert sérstaklega vel mætt á þennan leik. Nokkur hundruð manns. Ekkert miðað við mikilvægi leiksins. 19.20 Ljósin slökkt Ljósin hafa verið slökkt. Í kerfinu hljómar „Inní mér syngur vitleysingur" með Sigur Rós. Ekki „Bad Boys" sem eru vissulega vonbrigði. Um leið eru sýndar myndir af ýmsum sigrum Hauka í gegnum tíðina. Þetta tekur langan tíma ...19.15 Í Haukabúningnum „Sorrí. Ég bý í hverfinu," sagði Jónsi um leið og hann sneri sér að stuðningsmönnum Fram. Hann var þá nýbúinn að rífa sig úr yfirhöfninni og kom þá í ljós Haukatreyjan. 19.12 Jónsi tekur lagið Hér er Jónsi Í svörtum fötum mættur með gítarinn að vopni til að kynda upp í mannskapnum. Hann gerði góða hluti í úrslitakeppninni í körfunni og því ekki að fá hann í handboltann líka?19.00 Áhorfendur að mæta Fjölgað hefur í áhorfendastúkunum síðustu mínúturnar nú þegar hálftími er í leik. Vonandi að það verði fullt hús í kvöld en til þess þarf þó slatta af manns enn. 18.45 Velkomin til leiks Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Hauka og Fram verður lýst. Um er oddaleik liðanna í undanúrslitum að ræða en leikurinn fer fram á Ásvöllum, heimavelli deildarmeistara Hauka. Framarar komu á óvart þegar þeir unnu fyrsta leikinn í rimmunni á þessum velli en Haukar náðu að svara í sömu mynt í Safamýrinni. Það má því búast við hörkuleik hér í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira