Veit ekki hvort það var harðfiskurinn eða Herbalife-ið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2009 11:30 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR-liðsins. Mynd/Vilhelm Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábæran leik í Toyota-höllinni í Keflavík þegar KR-konur unnu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna. Hildur var með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og leiddi sitt lið til langþráðs sigur í Keflavík. „Við ákváðum bara að halda áfram sama hvað kæmi upp á því að það er nóg eftir af þessari rimmu," sagði Hildur eftir leikinn en KR lenti missti Keflavíkurliðið nokkrum sinnum frá sér í leiknum. „Þetta er stór sigur fyrir okkur að brjóta þann ís að vinna í Keflavík. Við þurfum að vinna hérna til að komast áfram. Það var mikilvægt að taka fyrsta leikinn og setja þær upp við vegg," bætti Hildur við. KR-konur unnu langþráðan sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Keflavík í gær. KR-liðið var nefnilega ekki búið að vinna í Keflavík síðan 31. janúar 2005 og hafði tapað þar tíu leikjum í röð. Jóhannes Árnason, þjálfari KR getur líka ekki verið annað en himinlifandi með framlag fyrirliðans í síðustu leikjum. „Hildur er til fyrirmyndar í öllu sem hún gerir. Hún hugsar um líkamann sinn og passar upp á það sem hún setur í hann. Það skilar sér síðan í þessum toppleikjum og skilur á milli hvort menn séu tilbúnir eða ekki," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR um hana eftir leikinn. Jóhannes gat ekki skipt Hildi útaf í leiknum þar sem varaleikstjórnandi liðsins, Heiðrún Kristmundsdóttir er meidd og hefur ekki getað verið með í síðustu leikjum. „Ég hafði gríðarlegar áhyggjur af geta ekki skipt henni útaf í leiknum. Ég veit ekki hvort það sé harðfiskurinn eða Herbalife-ið en hún hélt þetta út," sagði Jóhannes með sínum skemmtilega húmor. Hildur sjálf sagðist ekki hafa fundið fyrir þreytu í lokin enda var það ekki sjáanlegt nema þá í vítaskotunum sem voru ekki að detta hjá henni. „Ég veit alveg að ég get spilað 40 mínútur í leik en þetta er erfitt og þetta verður erfið rimma fyrir mann. Ég er í hörkuformi," sagði Hildur. Næsti leikur einvígisins er annaðkvöld í DHL-Höllinni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin. Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, átti frábæran leik í Toyota-höllinni í Keflavík þegar KR-konur unnu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna. Hildur var með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og leiddi sitt lið til langþráðs sigur í Keflavík. „Við ákváðum bara að halda áfram sama hvað kæmi upp á því að það er nóg eftir af þessari rimmu," sagði Hildur eftir leikinn en KR lenti missti Keflavíkurliðið nokkrum sinnum frá sér í leiknum. „Þetta er stór sigur fyrir okkur að brjóta þann ís að vinna í Keflavík. Við þurfum að vinna hérna til að komast áfram. Það var mikilvægt að taka fyrsta leikinn og setja þær upp við vegg," bætti Hildur við. KR-konur unnu langþráðan sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti Keflavík í gær. KR-liðið var nefnilega ekki búið að vinna í Keflavík síðan 31. janúar 2005 og hafði tapað þar tíu leikjum í röð. Jóhannes Árnason, þjálfari KR getur líka ekki verið annað en himinlifandi með framlag fyrirliðans í síðustu leikjum. „Hildur er til fyrirmyndar í öllu sem hún gerir. Hún hugsar um líkamann sinn og passar upp á það sem hún setur í hann. Það skilar sér síðan í þessum toppleikjum og skilur á milli hvort menn séu tilbúnir eða ekki," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR um hana eftir leikinn. Jóhannes gat ekki skipt Hildi útaf í leiknum þar sem varaleikstjórnandi liðsins, Heiðrún Kristmundsdóttir er meidd og hefur ekki getað verið með í síðustu leikjum. „Ég hafði gríðarlegar áhyggjur af geta ekki skipt henni útaf í leiknum. Ég veit ekki hvort það sé harðfiskurinn eða Herbalife-ið en hún hélt þetta út," sagði Jóhannes með sínum skemmtilega húmor. Hildur sjálf sagðist ekki hafa fundið fyrir þreytu í lokin enda var það ekki sjáanlegt nema þá í vítaskotunum sem voru ekki að detta hjá henni. „Ég veit alveg að ég get spilað 40 mínútur í leik en þetta er erfitt og þetta verður erfið rimma fyrir mann. Ég er í hörkuformi," sagði Hildur. Næsti leikur einvígisins er annaðkvöld í DHL-Höllinni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti