Mætti ekki spila ef þetta væri á miðju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2009 12:00 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka. Mynd/Anton Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Kristrún hefur spilað stærstan hluta hluta úrslitakeppninnar meidd, það sést kannski á framlagi hennar inn á vellinum en ekki í einhverjum afsökunum eftir leik. Úrslitaleikur Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.15 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið á Ásvöllum í þessu einvígi og það stefnir í jafnan og æsispennandi oddaleik. „Tilfinningin er svaka góð þó að þessu fylgi ákveðið stress. Þetta er búið að vera langt og gott tímabil og það er skrýtið að þetta ráðist í einum lokaleik. Það er því eins gott að maður mæti tilbúin í stærsta leik tímabilsins," segir Kristrún en hún hefur aðeins skorað samanalagt 12 stig í síðustu tveimur leikjum Haukaliðsins og það er ljóst að hún er langt frá þvi að vera heil.Það þýðir ekkert væl„Þegar komið er á þennan stað í keppninni eru auðvitað flestir orðnir þreyttir og meira um meiðsli og ég því miður engin undantekning þar á. En auðvitað er ömurlegt að geta ekki beitt sér 100% og vitandi það að geta gert miklu betur," segir Kristrún sem hefur skoraði 12,1 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 18,6 stig í leik í deildarkeppninni.„Nárinn er búinn að vera stríða mér undanfarið en daginn fyrir fyrsta leik í úrslitum þá fór hann endanlega og síðan hef ég átt í vandræðum með að stíga í fótinn," segir Kristrún en það er enginn uppgjafartónn í henni fyrir leik kvöldsins.„Þetta lítur sæmilega út. Auðvitað finnur maður fyrir þessu, en það þýðir ekkert væl. Næsti leikur við KR er sá stærsti á tímabilinu og þá mætir maður til leiks sama þótt maður væri með fótlegginn í gifsi," segir Kristrún.Það kom til umræðu að Kristrín myndi hvíla fyrir leik tvö en hún sjálf tók það ekki í mál. Kristrún hefur spilað alla leiki Hauka hér á landi frá því haustið 2004. Leikurinn í kvöld verður hennar 163. meistaraflokksleikur í röð í mótum á vegum KKÍ. Kristrún hefur enn fremur leikið alla 28 leiki Hauka í sögu úrslitakeppninnar.Þrjóskan hefur vinningin en ekki skynseminHún hefur því leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Það var allt reynt, farið í sjúkraþjálfun, reyndar óhefðbundar lækningar, farið í heita pottinn, teknar inn bólgueyðandi og verkjatöflur og hvílt sig. Jafnvel farið með faðir vorið. Maður má bara ekki missa af leiknum," segir hún í gamansömum tón.Þetta er samt langt frá því að vera draumaaðstaða og Kristrún veit að hún er að ganga á móti ráðum sjúkraþjálfara með því að spila þessa leiki. „Ef þetta væri núna á miðju tímabili þá mætti ég ekki spila. En tímabilið er að klárast og þá er nægur tími til að hvílast. Ekki núna. Núna verður spilaður körfubolti og barist til loka. Þannig það er klárlega þrjóskan sem hefur vinningin ekki skynsemin. Hún kemur seinna," segir Kristrún.Þessi leikur ræðst á fráköstunumEn aftur af leiknum. Hvað þarf Haukaliðið að gera í kvöld til þess að kristrún fái að handleika Íslandsmeistarabikarinn?„Við þurfum að spila góða vörn og ná að stoppa Hildi sem er búinn að vera frábær. Við verðum að reyna að láta boltann rúlla vel og hitta betur en í síðustu leikjum," segir Kristrún en liðin ættu að gjörþekkja hvort annað enda að mætast í tíunda sinn á tímabilinu.„Við þekkjumst vel og það á ekki neitt að koma okkur á óvart frekar en þeim. Núna er bara spurning um að spila sinn leik. Það eru frábærir leikmenn í KR liðinu sem við verðum að stoppa. En við höfum einnig frábært lið. Þetta snýst um dagsformið og hverjar vilja þetta meira. Ég held það verði Haukaliðið," segir Kristrún og bætir við.„Þessi leikur ræðst á fráköstunum. Liðið sem tekur fleiri fráköst fær fleiri tækifæri til að skora. Því þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og rífa niður hvert einasta frákast," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Kristrún hefur spilað stærstan hluta hluta úrslitakeppninnar meidd, það sést kannski á framlagi hennar inn á vellinum en ekki í einhverjum afsökunum eftir leik. Úrslitaleikur Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.15 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið á Ásvöllum í þessu einvígi og það stefnir í jafnan og æsispennandi oddaleik. „Tilfinningin er svaka góð þó að þessu fylgi ákveðið stress. Þetta er búið að vera langt og gott tímabil og það er skrýtið að þetta ráðist í einum lokaleik. Það er því eins gott að maður mæti tilbúin í stærsta leik tímabilsins," segir Kristrún en hún hefur aðeins skorað samanalagt 12 stig í síðustu tveimur leikjum Haukaliðsins og það er ljóst að hún er langt frá þvi að vera heil.Það þýðir ekkert væl„Þegar komið er á þennan stað í keppninni eru auðvitað flestir orðnir þreyttir og meira um meiðsli og ég því miður engin undantekning þar á. En auðvitað er ömurlegt að geta ekki beitt sér 100% og vitandi það að geta gert miklu betur," segir Kristrún sem hefur skoraði 12,1 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 18,6 stig í leik í deildarkeppninni.„Nárinn er búinn að vera stríða mér undanfarið en daginn fyrir fyrsta leik í úrslitum þá fór hann endanlega og síðan hef ég átt í vandræðum með að stíga í fótinn," segir Kristrún en það er enginn uppgjafartónn í henni fyrir leik kvöldsins.„Þetta lítur sæmilega út. Auðvitað finnur maður fyrir þessu, en það þýðir ekkert væl. Næsti leikur við KR er sá stærsti á tímabilinu og þá mætir maður til leiks sama þótt maður væri með fótlegginn í gifsi," segir Kristrún.Það kom til umræðu að Kristrín myndi hvíla fyrir leik tvö en hún sjálf tók það ekki í mál. Kristrún hefur spilað alla leiki Hauka hér á landi frá því haustið 2004. Leikurinn í kvöld verður hennar 163. meistaraflokksleikur í röð í mótum á vegum KKÍ. Kristrún hefur enn fremur leikið alla 28 leiki Hauka í sögu úrslitakeppninnar.Þrjóskan hefur vinningin en ekki skynseminHún hefur því leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Það var allt reynt, farið í sjúkraþjálfun, reyndar óhefðbundar lækningar, farið í heita pottinn, teknar inn bólgueyðandi og verkjatöflur og hvílt sig. Jafnvel farið með faðir vorið. Maður má bara ekki missa af leiknum," segir hún í gamansömum tón.Þetta er samt langt frá því að vera draumaaðstaða og Kristrún veit að hún er að ganga á móti ráðum sjúkraþjálfara með því að spila þessa leiki. „Ef þetta væri núna á miðju tímabili þá mætti ég ekki spila. En tímabilið er að klárast og þá er nægur tími til að hvílast. Ekki núna. Núna verður spilaður körfubolti og barist til loka. Þannig það er klárlega þrjóskan sem hefur vinningin ekki skynsemin. Hún kemur seinna," segir Kristrún.Þessi leikur ræðst á fráköstunumEn aftur af leiknum. Hvað þarf Haukaliðið að gera í kvöld til þess að kristrún fái að handleika Íslandsmeistarabikarinn?„Við þurfum að spila góða vörn og ná að stoppa Hildi sem er búinn að vera frábær. Við verðum að reyna að láta boltann rúlla vel og hitta betur en í síðustu leikjum," segir Kristrún en liðin ættu að gjörþekkja hvort annað enda að mætast í tíunda sinn á tímabilinu.„Við þekkjumst vel og það á ekki neitt að koma okkur á óvart frekar en þeim. Núna er bara spurning um að spila sinn leik. Það eru frábærir leikmenn í KR liðinu sem við verðum að stoppa. En við höfum einnig frábært lið. Þetta snýst um dagsformið og hverjar vilja þetta meira. Ég held það verði Haukaliðið," segir Kristrún og bætir við.„Þessi leikur ræðst á fráköstunum. Liðið sem tekur fleiri fráköst fær fleiri tækifæri til að skora. Því þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og rífa niður hvert einasta frákast," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn