Ísland er heimili mitt að heiman 9. mars 2009 18:30 Kesha Watson í leik gegn Haukum Mynd/Daníel Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Bandaríska stúlkan Kesha Watson mun án efa styrkja lið Keflavíkur mikið í átökunum í úrslitakeppni Iceland Express kvenna. Watson var send heim í haust þegar kreppan skall á eins og svo margir aðrir leikmenn, en er nú mætt aftur til að hjálpa Keflavíkurliðinu í titilvörninni. „Ég var á leiðinni til félags í Ástralíu en þegar til kastanna kom hafði það ekki efni á að fá mig. Jón Halldór þjálfari hafði sagt mér að koma aftur hingað ef þetta gengi ekki upp og hingað er ég komin," sagði Watson. Hún segist hafa saknað lands og þjóðar. „Ísland er heimili mitt að heiman og ég á margar vinkonur í liðinu og hér á Íslandi," sagði Watson. Þessi öflugi leikstjórnandi var kjörin leikmaður lokaúrslitanna á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 26,3 stig, hirti 7,7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Því mætti ætla að möguleikar Keflavíkur á titlinum hefðu aukist til muna með komu hennar. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að við séum sigurstranglegasta liðið. Við eigum eftir að þurfa að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum einasta leik og þetta verður mikil barátta. KR-liðið á til að mynda ekki eftir að leggjast í jörðina fyrir okkur og það verður mjög erfið rimma. Ég á kannski eftir að styrkja Keflavíkurliðið eitthvað en við verðum sannarlega að vera tilbúnar í slaginn," sagði Watson. Keflavík er búið að vinna fimmtán leiki í röð með Keshu innanborðs, fjórtán síðustu leikina á síðasta tímabili og svo eina leikinn sem hún spilaði á þessu tímabili - úrslitaleik Powerade-bikarsins. „Það eru auðvitað þægilegra að þurfa ekki að koma ný inn og læra öll kerfin frá byrjun. Ég veit upp á hár hvað þetta lið er að gera á vellinum og hvers þjálfarinn og liðsfélagarnir ætlast til af mér. Það ætti því að verða nokkuð auðvelt fyrir mig að komast inn hlutina hjá Keflavík. Við erum öll á sömu blaðsíðunni," sagði leikstjórnandinn. En hvernig er með leikformið? „Ég er búin að æfa stíft á hverjum degi síðan ég fór héðan og í mínum augum er þetta frekar spurning um að spila með hjartanu og leggja sig fram. Maður getur kannski verið dálítið ryðgaður, en ef maður leggur sig allan í þetta, mun manni ganga vel," sagði Watson.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira