Helstu atburðir í Kaka-málinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2009 09:46 Kaka í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP Þó svo að fréttir af ofurtilboði Manchester City í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan virðast hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hefur leikmaðurinn lengi verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Fyrst um sinn var hann helst orðaður við Chelsea sem var sagt reiðubúið að borga 80 milljónir punda fyrir hann og honum sjálfum 200 þúsund pund í laun. Hér verður farið yfir helstu atburði í Kaka-málinu fram til þessa.27. ágúst: Kaka segist engan áhuga á að fara til Chelsea. „Ég til Chelsea? Ég ætti frekar að hjálpa Milan í titilbaráttunni þetta tímabilið." Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, staðfestir að ekkert verði af því að Kaka komi þar sem þeir ætli sér frekar að reyna að fá Deco og Robinho til félagsins. Deco kom en Robinho fór til City á endanum.1. september: Fjárfestingarfyrirtækið Abu Dhabi Group United kaupir Manchester City.3. september: Sulaiman Al Fahim, yfirmaður ADGU, segir að Kaka sé á sínum óskalista rétt eins og aðrar stórstjörnur eins og Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Cesc Fabregas, Fernando Torres, Ronaldinho og Dimitar Berbatov.6. september: Stuðningsmenn Manchester City eru greinilega ánægðir með nýja eigendur félagsins og syngja: There's only one al-Fahim Only one al-Fahim Just fill up your car And he'll buy us Kaka Walking in a Fahim Wonderland9. september: Kaka segir í samtali við fjölmiðla að hann muni seint fara frá AC Milan. „Nú er England í tísku. Svona er markaðurinn bara. En ég myndi aldrei fara fram á að fara. Ég færi aðeins ef Milan myndi ákveða að selja."12. október: Fregnir í enskum fjölmiðlum herma að City hafi ákveðið að bjóða 50 milljónir punda í Kaka sumarið 2009 eða þá að það myndi kaupa bæði Kaka og Gianluigi Buffon fyrir 100 milljónir strax í janúar.16. nóvember: Robinho stígur fram á sjónarsviðið og hvetur landa sinn, Kaka, að ganga til liðs við Manchester City.26. nóvember: Kaka viðurkennir að hann myndi gjarnan vilja spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. „Mér líkar vel við ensku úrvalsdeildina því þetta er erfið keppni. Þarna eru margir sterkir leikmenn og mörg öflug lið. Ég tel hana vera bestu deild í heimi." Spurður hvort hann hefði mögulega áhuga á því að ganga til liðs við City segir hann svo vera. „Já, ég á nokkra vini þarna og hef horft á nokkra leiki. Ég hef rætt við Robinho og Elano um Manchester City."3. desember: The Independent heldur því fram að eigendur City vilji fá stórstjörnu til liðsins nú í janúar. Kaka og Lionel Messi séu þar efstir á lista en þeir Fernando Torres, Carlos Tevez, Cristiano Ronaldo og Samuel Eto'o komi einnig til greina.13. janúar: Greint er frá því í fjölmiðlum að fulltrúar Macnchester City hafi farið til Mílanóborgar til að hefja samningaviðræður við AC Milan um kaup á Kaka. Fullyrt er að tilboðið hljómi upp á 100 milljónir punda auk þess sem að Kaka fengið hálfa milljón punda í vikulaun fyrir skatta.14. janúar: Fulltrúi Kaka, Diogo Kotscho, staðfestir að tilboðið hafi borist og bætir við að Kaka myndi skoða það ef félögin kæmust að samkomulagi um kaupverð. Hann segir þó að Kaka færi ekki til City vegna peninganna heldur þyrftu forráðamenn liðsins að leggja fram metnaðarfulla framtíðaráætlun félagsins. AC Milan sendir frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hafi tekið á móti sendinefndinni en að engar viðræður ættu sér stað þessa stundina. Sjálfur gerir Kaka lítið úr því að hann sé á leið frá AC Milan. Hann segir að hann vilji eldast hjá Milan og myndi gjarnan vilja verða fyrirliði liðsins í framtliðinni. 15. janúar: Greint er frá því að AC Milan hafi gefið Kaka leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör. Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Þó svo að fréttir af ofurtilboði Manchester City í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan virðast hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hefur leikmaðurinn lengi verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Fyrst um sinn var hann helst orðaður við Chelsea sem var sagt reiðubúið að borga 80 milljónir punda fyrir hann og honum sjálfum 200 þúsund pund í laun. Hér verður farið yfir helstu atburði í Kaka-málinu fram til þessa.27. ágúst: Kaka segist engan áhuga á að fara til Chelsea. „Ég til Chelsea? Ég ætti frekar að hjálpa Milan í titilbaráttunni þetta tímabilið." Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, staðfestir að ekkert verði af því að Kaka komi þar sem þeir ætli sér frekar að reyna að fá Deco og Robinho til félagsins. Deco kom en Robinho fór til City á endanum.1. september: Fjárfestingarfyrirtækið Abu Dhabi Group United kaupir Manchester City.3. september: Sulaiman Al Fahim, yfirmaður ADGU, segir að Kaka sé á sínum óskalista rétt eins og aðrar stórstjörnur eins og Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Cesc Fabregas, Fernando Torres, Ronaldinho og Dimitar Berbatov.6. september: Stuðningsmenn Manchester City eru greinilega ánægðir með nýja eigendur félagsins og syngja: There's only one al-Fahim Only one al-Fahim Just fill up your car And he'll buy us Kaka Walking in a Fahim Wonderland9. september: Kaka segir í samtali við fjölmiðla að hann muni seint fara frá AC Milan. „Nú er England í tísku. Svona er markaðurinn bara. En ég myndi aldrei fara fram á að fara. Ég færi aðeins ef Milan myndi ákveða að selja."12. október: Fregnir í enskum fjölmiðlum herma að City hafi ákveðið að bjóða 50 milljónir punda í Kaka sumarið 2009 eða þá að það myndi kaupa bæði Kaka og Gianluigi Buffon fyrir 100 milljónir strax í janúar.16. nóvember: Robinho stígur fram á sjónarsviðið og hvetur landa sinn, Kaka, að ganga til liðs við Manchester City.26. nóvember: Kaka viðurkennir að hann myndi gjarnan vilja spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. „Mér líkar vel við ensku úrvalsdeildina því þetta er erfið keppni. Þarna eru margir sterkir leikmenn og mörg öflug lið. Ég tel hana vera bestu deild í heimi." Spurður hvort hann hefði mögulega áhuga á því að ganga til liðs við City segir hann svo vera. „Já, ég á nokkra vini þarna og hef horft á nokkra leiki. Ég hef rætt við Robinho og Elano um Manchester City."3. desember: The Independent heldur því fram að eigendur City vilji fá stórstjörnu til liðsins nú í janúar. Kaka og Lionel Messi séu þar efstir á lista en þeir Fernando Torres, Carlos Tevez, Cristiano Ronaldo og Samuel Eto'o komi einnig til greina.13. janúar: Greint er frá því í fjölmiðlum að fulltrúar Macnchester City hafi farið til Mílanóborgar til að hefja samningaviðræður við AC Milan um kaup á Kaka. Fullyrt er að tilboðið hljómi upp á 100 milljónir punda auk þess sem að Kaka fengið hálfa milljón punda í vikulaun fyrir skatta.14. janúar: Fulltrúi Kaka, Diogo Kotscho, staðfestir að tilboðið hafi borist og bætir við að Kaka myndi skoða það ef félögin kæmust að samkomulagi um kaupverð. Hann segir þó að Kaka færi ekki til City vegna peninganna heldur þyrftu forráðamenn liðsins að leggja fram metnaðarfulla framtíðaráætlun félagsins. AC Milan sendir frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hafi tekið á móti sendinefndinni en að engar viðræður ættu sér stað þessa stundina. Sjálfur gerir Kaka lítið úr því að hann sé á leið frá AC Milan. Hann segir að hann vilji eldast hjá Milan og myndi gjarnan vilja verða fyrirliði liðsins í framtliðinni. 15. janúar: Greint er frá því að AC Milan hafi gefið Kaka leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör.
Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira