Yfir 220 milljónir punda teknar útaf Edge reikningum í október Sigríður Mogensen skrifar 11. júní 2009 19:09 Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira