Yfir 220 milljónir punda teknar útaf Edge reikningum í október Sigríður Mogensen skrifar 11. júní 2009 19:09 Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira