Ísland upp um níu sæti á heimslista FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2009 11:00 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór upp um níu sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag. Ísland er nú í 87. sæti en hefur síðan síðasti listi var gefinn út unnið tvo vináttulandsleiki - gegn Georgíu og Suður-Afríku - og gert jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2010. Ísland fékk 392,5 stig fyrir Noregsleikinn, 352,43 stig fyrir sigurinn á Suður-Afríku og 264 stig fyrir sigurinn á Georgíu. Ísland hefur hæst náð 75. sæti á heimslistanum á þessu ári en það var í mars síðastliðnum. Ísland er nú í 40. sæti af alls 53 Evrópuþjóðum og fór upp um tvö sæti frá síðasta mánuði. Liðið hoppaði þar með upp fyrir Moldóvu og Albaníu. Næstu Evrópulið fyrir ofan Ísland eru Wales, Svartfjallaland, Hvíta-Rússland og Belgía. Suður-Afríka hrundi um tólf sæti eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á undanförnum mánuði. Liðið er nú í 85. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1993. Engin breyting er á meðal fjögurra efstu þjóða á heimslistanum. Brasilía, Spánn, Holland og Ítalía eru efst á blaði en Þýskaland er nú í fimmta sæti. Þjóðverjar voru í síðasta mánuði ásamt Ítölum í 4.-5. sæti. Diego Maradona og hans menn í Argentínu hoppa upp um tvö sæti og eru nú í sjötta sæti listans. England er í sjöunda sæti en næst koma Króatía, Frakkland og Portúgal. Af þessum þjóðum hafa þau tvö síðastnefndu ekki enn tryggt sér sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári en Króatía er hins vegar fallið úr leik. Króatar og Tékkar eru einu þjóðirnar meðal þeirru 20 efstu sem náðu ekki að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Þrettán eru þegar búnar að koma sér á HM og fimm þurfa að fara í umspil. Aðeins tvær þjóðir sem munu taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári eru ekki á meðal efstu 50 á heimslistanum. Það eru gestgjafarnir (85. sæti) og Norður-Kórea sem er í 91. sæti. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór upp um níu sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag. Ísland er nú í 87. sæti en hefur síðan síðasti listi var gefinn út unnið tvo vináttulandsleiki - gegn Georgíu og Suður-Afríku - og gert jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2010. Ísland fékk 392,5 stig fyrir Noregsleikinn, 352,43 stig fyrir sigurinn á Suður-Afríku og 264 stig fyrir sigurinn á Georgíu. Ísland hefur hæst náð 75. sæti á heimslistanum á þessu ári en það var í mars síðastliðnum. Ísland er nú í 40. sæti af alls 53 Evrópuþjóðum og fór upp um tvö sæti frá síðasta mánuði. Liðið hoppaði þar með upp fyrir Moldóvu og Albaníu. Næstu Evrópulið fyrir ofan Ísland eru Wales, Svartfjallaland, Hvíta-Rússland og Belgía. Suður-Afríka hrundi um tólf sæti eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á undanförnum mánuði. Liðið er nú í 85. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1993. Engin breyting er á meðal fjögurra efstu þjóða á heimslistanum. Brasilía, Spánn, Holland og Ítalía eru efst á blaði en Þýskaland er nú í fimmta sæti. Þjóðverjar voru í síðasta mánuði ásamt Ítölum í 4.-5. sæti. Diego Maradona og hans menn í Argentínu hoppa upp um tvö sæti og eru nú í sjötta sæti listans. England er í sjöunda sæti en næst koma Króatía, Frakkland og Portúgal. Af þessum þjóðum hafa þau tvö síðastnefndu ekki enn tryggt sér sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári en Króatía er hins vegar fallið úr leik. Króatar og Tékkar eru einu þjóðirnar meðal þeirru 20 efstu sem náðu ekki að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Þrettán eru þegar búnar að koma sér á HM og fimm þurfa að fara í umspil. Aðeins tvær þjóðir sem munu taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári eru ekki á meðal efstu 50 á heimslistanum. Það eru gestgjafarnir (85. sæti) og Norður-Kórea sem er í 91. sæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira