Fótbolti

Íslensku dómararnir sex í eldlínunni í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Jakobsson við störf.
Kristinn Jakobsson við störf. Mynd/Vilhelm

Það verður brotið blað í sögu íslenskrar knattspyrnudómgæslu í kvöld þegar sex íslenskir dómarar verða við störf á leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 19.05 en aðaldómari leiksins verður Kristinn Jakobsson. Hefðbundnir aðstoðardómarar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.

Þá verða tveir dómarar staðsett við sitt hvort markið á vellinum. Það verða þeir Magnús Þórisson og Þorvaldur Árnason. Fjórði dómari, eins og hann er enn kallaður, verður Jóhannes Valgeirsson.

Ákveðið var að prófa þetta fyrirkomulag í Evrópudeildinni í vetur og verður metið eftir að henni lýkur hvernig til tókst. Afar skiptar skoðanir eru um ágæti þessa fyrirkomulags.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×