Wlad getur orðið næsti Lennox Lewis Ómar Þorgeirsson skrifar 18. júní 2009 13:15 Wladimir Klitschko og David Haye. Nordic photos/Getty images Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld. Box Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira
Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld.
Box Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira