Wlad getur orðið næsti Lennox Lewis Ómar Þorgeirsson skrifar 18. júní 2009 13:15 Wladimir Klitschko og David Haye. Nordic photos/Getty images Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld. Box Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld.
Box Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira