Ellefu leikir fóru fram í fyrri umferð 16-liða úrslitanna í UEFA-bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld.
Danska liðið Álaborg vann góðan 3-0 sigur á Deportivo á heimavelli í kvöld og er því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Spáni eftir tvær vikur.
Þá vann Hamburg 3-0 útisigur á NEC Nijmegen í Hollandi.
Úrslit kvöldsins:
Dinamo Kiev - Valencia 1-1
Zenit - Stuttgart 2-1
Olympiakos - St. Etienne 1-3
Aston Villa - CSKA Moskva 1-1
Bremen - AC Milan 1-1
Bordeaux - Galatasaray 0-0
NEC - Hamburg 0-3
Paris SG - Wolfsburg 2-0
Sampdoria - Metalist 0-1
Álaborg - Deportivo 3-0
Braga - Standard 3-0
Leikir á morgun:
17.00 Lech Poznan - Udinese
18.45 Shakhtar - Tottenham
19.05 FCK - Manchester City
19.45 Fiorentina - Ajax
19.45 Marseille - Twente
Álaborg vann Deportivo
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
