Erlent

Átök í Kristjaníu

Mótmælendur hentu bensínsprengjum að lögreglu.
Mótmælendur hentu bensínsprengjum að lögreglu. MYND/AP

Til nokkura átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn í nótt þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú sem hæst. Mest voru lætin í Kristjaníu og beitti lögreglan táragasi gegn fólki og sveimuðu þyrlur yfir hverfinu sem í gegnum tíðina hefur oft verið vettvangur átaka á milli lögreglu og íbúa þess.

Um tvö hundruð manns voru handteknir og stuttu síðar kveiktu mótmælendur í nokkrum bílum á Norðurbrú auk þess sem bensínsprengjum var kastað að lögreglu. Rúmlega þúsund manns hafa verið handteknir í borginni frá því á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×