KR upp fyrir Val 14. janúar 2009 20:54 Margrét Kara og félagar í KR unnu góðan sigur á Val í kvöld Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu. Sigur KR í kvöld var afar dýrmætur því hann fer langt með að tryggja liðinu fjórða og síðasta sætið í A-riðli þegar deildinni verður skipt upp í A- og B-riðil eftir næstu umferð. Sigur KR í kvöld þýðir að liðið hefur nú betri stöðu í innbyrðisviðureignum við Val. KR á útileik við botnlið Fjölnis eftir í lokaumferðinni, en Valur mætir Keflavík. Valsliðið verður að vinna Keflavík og treysta á að KR tapi fyrir Fjölni til að hirða sætið í A-riðlinum. Fjögur efstu liðin í deildinni fara í A-riðil eftir næstu umferð og leika innbyrðis heima og heiman og sömu sögu er að segja af fjórum neðstu liðunum. Liðin taka stigin sem þau hafa fengið í deildinni til þessa með sér inn í riðlana. Tvö efstu liðin í B-riðli komast inn í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þar mæta þau liðunum fjórum í A-riðlinum. Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir skoraði 10 stig. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 19 stig, 14 fráköst og 5 varin skot og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Haukaliðið er enn í efsta sæti eftir 83-68 sigur á Grindavík í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og stal 6 boltum. Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 19 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir skoraði 12 stig og hirti 11 fráköst. Keflavík lagði Hamar 95-79 í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var atkvæðamest hjá Hamri með 25 stig og 12 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Loks vann Snæfell stórsigur á Fjölni í uppgjöri botnliðanna þar sem Fjölnisliðið gerði aðeins 12 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell, Kristen Green 16 og Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, en Birna Eiríksdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni. Haukar eru á toppnum með 24 stig, Keflavík hefur 20 stig í öðru sæti og Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. KR og Valur hafa 14 stig í fjórða og fimmta sæti. Grindavík hefur 8 stig í sjötta sæti og Snæfell og Fjölnir reka lestina með 4 og 2 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu. Sigur KR í kvöld var afar dýrmætur því hann fer langt með að tryggja liðinu fjórða og síðasta sætið í A-riðli þegar deildinni verður skipt upp í A- og B-riðil eftir næstu umferð. Sigur KR í kvöld þýðir að liðið hefur nú betri stöðu í innbyrðisviðureignum við Val. KR á útileik við botnlið Fjölnis eftir í lokaumferðinni, en Valur mætir Keflavík. Valsliðið verður að vinna Keflavík og treysta á að KR tapi fyrir Fjölni til að hirða sætið í A-riðlinum. Fjögur efstu liðin í deildinni fara í A-riðil eftir næstu umferð og leika innbyrðis heima og heiman og sömu sögu er að segja af fjórum neðstu liðunum. Liðin taka stigin sem þau hafa fengið í deildinni til þessa með sér inn í riðlana. Tvö efstu liðin í B-riðli komast inn í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þar mæta þau liðunum fjórum í A-riðlinum. Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir skoraði 10 stig. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 19 stig, 14 fráköst og 5 varin skot og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Haukaliðið er enn í efsta sæti eftir 83-68 sigur á Grindavík í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og stal 6 boltum. Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 19 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir skoraði 12 stig og hirti 11 fráköst. Keflavík lagði Hamar 95-79 í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var atkvæðamest hjá Hamri með 25 stig og 12 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Loks vann Snæfell stórsigur á Fjölni í uppgjöri botnliðanna þar sem Fjölnisliðið gerði aðeins 12 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell, Kristen Green 16 og Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, en Birna Eiríksdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni. Haukar eru á toppnum með 24 stig, Keflavík hefur 20 stig í öðru sæti og Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. KR og Valur hafa 14 stig í fjórða og fimmta sæti. Grindavík hefur 8 stig í sjötta sæti og Snæfell og Fjölnir reka lestina með 4 og 2 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira