Breytt þjóð Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. mars 2009 00:01 Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógul íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni innan um vellystingar sínar. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sérsniðnum kæli á milli sætanna. Mjög flott. NOKKRU áður hafði tröllriðið íslensku þjóðfélagi stúlka að nafni Silvía Nótt. Hún var sérsniðin, beinskeytt ádeila á íslenskt neyslusamfélag, óhófið, bruðlið, virðingarleysið og græðgina. Hún sló í gegn, góðærisdrósin sú, en þó voru ekki allir jafnvissir um að græðgispésarnir á meðal þjóðarinnar tækju endilega háðsádeiluna til sín. Kannski er boðskapurinn þeim skiljanlegri núna. NEYSLUDÚKKAN Silvía brotlenti all svakalega frammi fyrir heimsbyggðinni, í leiknu atriði á Eurovision sem olli Íslendingum talsverðri skömm. Nú sjáum við betur, að sviðsett endalok hennar voru eins og æpandi skilaboð til þjóðarinnar um að gjalda varhug við öllum hinum, af hennar sauðahúsi - raunverulegu fólki - sem áttu eftir að brotlenda þjóðinni allri á svipaðan hátt skömmu síðar, frammi fyrir heimsbyggðinni. Silvía var dæmisaga. Viðvörun. MIG grunar að ekki sé mikið um kampavín í þyrlukælum nú. Lítið er væntanlega flutt inn af kengúrukjöti um þessar mundir. Elton John spilar væntanlega einhvers staðar þar sem gengið er hagstæðara. Ætli Silvíur Nætur þessarar þjóðar séu ekki farnar í fisk og syngi lög sín í kústskaft á vinnslugólfi vestur á fjörðum. EIN besta vísbendingin sem ég hef fengið undanfarið, um að þjóðin sé að verða heilbrigðari - að hún sé að vinna sig burt frá neysluklikkun 1.áratugs þessarar aldar og hverfa til raunsærri og jarðbundnari lifnaðarhátta - birtist mér á öskudaginn síðasta. Þá sá ég viðtal við börnin í búningunum. Ein stúlkan sagðist vera saumakona og piltur kvaðst vera sjómaður. NÚ væri þetta ekki merkilegt nema fyrir þær sakir, að fyrir nokkrum árum birtust jú í sjónvarpi myndir frá öskudegi þar sem allar stúlkur, og gott ef ekki einhverjir strákar líka, voru áðurnefnd Silvía. Þannig birtist góðærið í háttsemi barnanna þá. Einsleitir búningar þeirra endurspegluðu þjóðfélagið eins og það var þá, á þyrluskeiðinu. Allir voru Silvía. FJÖLBREYTTIR búningar þeirra nú, þar sem eitt barnið er bóndi, annað saumakona, þriðja sjómaður, fjórða verkfræðingur, fimmta tónlistarmaður og sjötta kennari, er einhver áhrifamesti vitnisburður þess að á Íslandi er jafnvel bjartari framtíð en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógul íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni innan um vellystingar sínar. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sérsniðnum kæli á milli sætanna. Mjög flott. NOKKRU áður hafði tröllriðið íslensku þjóðfélagi stúlka að nafni Silvía Nótt. Hún var sérsniðin, beinskeytt ádeila á íslenskt neyslusamfélag, óhófið, bruðlið, virðingarleysið og græðgina. Hún sló í gegn, góðærisdrósin sú, en þó voru ekki allir jafnvissir um að græðgispésarnir á meðal þjóðarinnar tækju endilega háðsádeiluna til sín. Kannski er boðskapurinn þeim skiljanlegri núna. NEYSLUDÚKKAN Silvía brotlenti all svakalega frammi fyrir heimsbyggðinni, í leiknu atriði á Eurovision sem olli Íslendingum talsverðri skömm. Nú sjáum við betur, að sviðsett endalok hennar voru eins og æpandi skilaboð til þjóðarinnar um að gjalda varhug við öllum hinum, af hennar sauðahúsi - raunverulegu fólki - sem áttu eftir að brotlenda þjóðinni allri á svipaðan hátt skömmu síðar, frammi fyrir heimsbyggðinni. Silvía var dæmisaga. Viðvörun. MIG grunar að ekki sé mikið um kampavín í þyrlukælum nú. Lítið er væntanlega flutt inn af kengúrukjöti um þessar mundir. Elton John spilar væntanlega einhvers staðar þar sem gengið er hagstæðara. Ætli Silvíur Nætur þessarar þjóðar séu ekki farnar í fisk og syngi lög sín í kústskaft á vinnslugólfi vestur á fjörðum. EIN besta vísbendingin sem ég hef fengið undanfarið, um að þjóðin sé að verða heilbrigðari - að hún sé að vinna sig burt frá neysluklikkun 1.áratugs þessarar aldar og hverfa til raunsærri og jarðbundnari lifnaðarhátta - birtist mér á öskudaginn síðasta. Þá sá ég viðtal við börnin í búningunum. Ein stúlkan sagðist vera saumakona og piltur kvaðst vera sjómaður. NÚ væri þetta ekki merkilegt nema fyrir þær sakir, að fyrir nokkrum árum birtust jú í sjónvarpi myndir frá öskudegi þar sem allar stúlkur, og gott ef ekki einhverjir strákar líka, voru áðurnefnd Silvía. Þannig birtist góðærið í háttsemi barnanna þá. Einsleitir búningar þeirra endurspegluðu þjóðfélagið eins og það var þá, á þyrluskeiðinu. Allir voru Silvía. FJÖLBREYTTIR búningar þeirra nú, þar sem eitt barnið er bóndi, annað saumakona, þriðja sjómaður, fjórða verkfræðingur, fimmta tónlistarmaður og sjötta kennari, er einhver áhrifamesti vitnisburður þess að á Íslandi er jafnvel bjartari framtíð en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun