Heildarútlán Landsbankans fjórfölduðust á tæpum tveimur árum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 9. júní 2009 20:20 Landsbankinn í Lundúnum. Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira