Man. Utd í úrslit annað árið í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2009 18:22 Ronaldo fagnar glæsimarki sínu. Nordic Photos/Getty Images Evrópumeistarar Man. Utd munu verja titil sinn í Róm þann 27. maí næstkomandi. Það varð ljóst í kvöld er liðið pakkaði Arsenal saman, 1-3, á Emirates-vellinum í London. Andstæðingur United í úrslitaleiknum verður Chelsea eða Barcelona en þau mætast annað kvöld. Ji Sung Park kom United yfir á 8. mínútu og Ronaldo bætti öðru marki við þrem mínútum síðar og í raun gekk frá einvíginu. Ronaldo skoraði aftur á 61. mínútu. Arsenal fékk síðan umdeilt víti á 76. mínútu en Darren Fletcher var vikið af velli í kjölfarið. Van Persie skoraði örugglega úr vítinu. Man. Utd miklu betra liðið í báðum leikjum liðanna og er verðskuldað komið í úrslit. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og má sjá hana hér að neðan. Leik lokið: Man. Utd er komið í úrslit. 90. mín: Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma. 88. mín: Ronaldo með tvö skot úr aukaspyrnum. Fyrra skotið fór rétt yfir en hið síðara hátt yfir. Vill greinilega ná þrennunni. 85. mín: Leikurinn að fjara út og bæði lið búin að gíra sig niður. Það er verið að bíða eftir lokaflautinu. 82. mín: Fjölmargir stuðningsmenn Arsenal eru farnir heim. Sumir þeirra fyrir löngu síðan. 78. mín: Carlos Vela kemur af bekknum hjá Arsenal. Van Persie fór af velli. 75. mín: Víti dæmt á Darren Fletcher og hann rekinn af velli. Strangur dómur þótti mörgum. Van Persie skoraði örugglega úr vítinu. 66. mín: Rooney spilar einnig úrslitaleikinn því hann er loksins farinn af velli. Vinnuþjarkurinn Berbatov leysir hann af hólmi. 65. mín: Patrice Evra mun geta spilað úrslitaleikinn í Róm því hann er farinn af velli fyrir Rafael. 64. mín: Fyrsta alvöruskot Arsenal í leiknum kemur frá Van Persie en Van der Sar ver auðveldlega. Vidic fékk hendi í andlitið og liggur eftir. Stendur upp og er í lagi. 63. mín: Fyrsta skipting United. Anderson fer af velli fyrir Ryan Giggs, Kemur talsvert á óvart og Ferguson að leika sér að eldinum. Walcott fer einnig af velli fyrir Bendtner. Walcott var arfaslakur. 61. mín: United er að niðurlægja Arsenal. Ronaldo með sitt annað mark í leiknum. Skyndisókn, Rooney brunaði upp völlinn sendi yfir á Ronaldo sem kláraði færið vel. 58. mín: United enn með öll tök á leiknum. Lykilmenn Arsenal hafa verið átakanlega lélegir í kvöld. 52. mín: Ronaldo heldur áfram að leika listir sínar en hann hefur farið á kostum í leiknum. Með þrumuskot sem Almunia varði vel. Þetta gæti farið enn verr fyrir Arsenal. 50. mín: Lítill broddur í Arsenal í upphafi síðari hálfleiks og þeir líkast til endanlega búnir að gefast upp. Það er meiri gredda í United sem ætlar að skora meira. Rooney og Evra enn inn á vellinum þó svo þeir séu með gult spjald og eigi á hættu að vera í banni í úrslitaleiknum fái þeir gult í kvöld. 47. mín: David Beckham fylgist með sínum gömlu félögum úr stúkunni ásamt liðsfélaga sínum, Mathieu Flamini, sem lék áður með Arsenal. Beckham er hressari en hann hefur einmitt æft með Arsenal í fríum. 46. mín: Mark Ronaldos var af 40 metra færi takk fyrir. 46. mín: Kieran Gibbs kemur af velli og Eboue kemur inn í hans stað. Hálfleikur: United sjö skot að marki og fimm á markið. Þrjú skot hjá Arsenal og eitt á markið. Hálfleikur: 0-2 fyrir Man. Utd sem er á leið í úrslitaleikinn í Róm þann 27. maí. Stuðningsmenn United nota eflaust leikhléið til þess að hringja á ferðaskrifstofur og athuga með flug til Rómar. 43. mín: Smá líf í Arsenal undir lok hálfleiksins en gengur samt ekkert að opna sterka vörn United. 39. mín: Hörður Magnússon minnir á orð Arsene Wenger fyrir leik en Wenger var sannfærður um að hans menn myndu sýna snilldartakta í leiknum. Ekkert sést af því. 36. mín: Leikmenn Arsenal orðnir pirraðir og brjóta mikið af sér. Hinn ítalski Rosetti flautar á allt eins og ítalskra dómara er siður. 33. mín: Ronaldo með fasta aukaspyrnu af löngu færi en að þessu sinni var hinn helstrípaði Almunia með á nótunum. 30. mín: Arsenal á enn eftir að fá almennilegt færi í leiknum. United miklu nær því að bæta við en Arsenal að minnka muninn. 25. mín: Hægst á leiknum aðeins. Spurning hvort Ferguson ætti að taka Rooney af velli en hann verður í banni í úrslitunum fái hann gult spjald. 20. mín: Varnarleikur Arsenal hefur verið í molum og nákvæmlega ekkert að gerast í sókninni hjá heimamönnum. 18. mín: Áhorfendur eru slegnir á Emirates sem og leikmenn Arsenal sem trúa vart sínum eigin augum. Sóknir United mun hættulegri og Rooney næstum búinn að skora þriðja markið. 11. mín: Þetta er búið spil. Ronaldo skorar beint úr aukaspyrnu. Það tók United rúmar tíu mínútur að skjóta sér til Rómar. Ekkert nema kraftaverk getur komið Arsenal til bjargar. Almunia hefði átt að gera betur. Arsenal þarf að skora fjögur mörk. 8. mín: Park kemur United yfir eftir skyndisókn. Ronaldo með sendinguna. Gibbs datt í teignum og náði ekki að verjast. Arsenal þarf nú að skora þrjú mörk. Erfið staða. 5. mín: Arsenal byrjar vel og sækir með látum að marki United. 2. mín: Þétt miðja hjá United - Carrick, Fletcher, Anderson. Mikil stemning á Emirates. Sú langbesta sem undirritaður hefur orðið vitni að. Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Fabregas, Toure, Nasri, Van Persie, Walcott, Song, Djorou, Adebayor, Gibbs. Byrjunarlið Man. Utd: Van der Sar, Evra, Ferdinand, Ronaldo, Anderson, Rooney, Park, Vidic, Carrick, O´Shea, Fletcher. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Evrópumeistarar Man. Utd munu verja titil sinn í Róm þann 27. maí næstkomandi. Það varð ljóst í kvöld er liðið pakkaði Arsenal saman, 1-3, á Emirates-vellinum í London. Andstæðingur United í úrslitaleiknum verður Chelsea eða Barcelona en þau mætast annað kvöld. Ji Sung Park kom United yfir á 8. mínútu og Ronaldo bætti öðru marki við þrem mínútum síðar og í raun gekk frá einvíginu. Ronaldo skoraði aftur á 61. mínútu. Arsenal fékk síðan umdeilt víti á 76. mínútu en Darren Fletcher var vikið af velli í kjölfarið. Van Persie skoraði örugglega úr vítinu. Man. Utd miklu betra liðið í báðum leikjum liðanna og er verðskuldað komið í úrslit. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og má sjá hana hér að neðan. Leik lokið: Man. Utd er komið í úrslit. 90. mín: Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma. 88. mín: Ronaldo með tvö skot úr aukaspyrnum. Fyrra skotið fór rétt yfir en hið síðara hátt yfir. Vill greinilega ná þrennunni. 85. mín: Leikurinn að fjara út og bæði lið búin að gíra sig niður. Það er verið að bíða eftir lokaflautinu. 82. mín: Fjölmargir stuðningsmenn Arsenal eru farnir heim. Sumir þeirra fyrir löngu síðan. 78. mín: Carlos Vela kemur af bekknum hjá Arsenal. Van Persie fór af velli. 75. mín: Víti dæmt á Darren Fletcher og hann rekinn af velli. Strangur dómur þótti mörgum. Van Persie skoraði örugglega úr vítinu. 66. mín: Rooney spilar einnig úrslitaleikinn því hann er loksins farinn af velli. Vinnuþjarkurinn Berbatov leysir hann af hólmi. 65. mín: Patrice Evra mun geta spilað úrslitaleikinn í Róm því hann er farinn af velli fyrir Rafael. 64. mín: Fyrsta alvöruskot Arsenal í leiknum kemur frá Van Persie en Van der Sar ver auðveldlega. Vidic fékk hendi í andlitið og liggur eftir. Stendur upp og er í lagi. 63. mín: Fyrsta skipting United. Anderson fer af velli fyrir Ryan Giggs, Kemur talsvert á óvart og Ferguson að leika sér að eldinum. Walcott fer einnig af velli fyrir Bendtner. Walcott var arfaslakur. 61. mín: United er að niðurlægja Arsenal. Ronaldo með sitt annað mark í leiknum. Skyndisókn, Rooney brunaði upp völlinn sendi yfir á Ronaldo sem kláraði færið vel. 58. mín: United enn með öll tök á leiknum. Lykilmenn Arsenal hafa verið átakanlega lélegir í kvöld. 52. mín: Ronaldo heldur áfram að leika listir sínar en hann hefur farið á kostum í leiknum. Með þrumuskot sem Almunia varði vel. Þetta gæti farið enn verr fyrir Arsenal. 50. mín: Lítill broddur í Arsenal í upphafi síðari hálfleiks og þeir líkast til endanlega búnir að gefast upp. Það er meiri gredda í United sem ætlar að skora meira. Rooney og Evra enn inn á vellinum þó svo þeir séu með gult spjald og eigi á hættu að vera í banni í úrslitaleiknum fái þeir gult í kvöld. 47. mín: David Beckham fylgist með sínum gömlu félögum úr stúkunni ásamt liðsfélaga sínum, Mathieu Flamini, sem lék áður með Arsenal. Beckham er hressari en hann hefur einmitt æft með Arsenal í fríum. 46. mín: Mark Ronaldos var af 40 metra færi takk fyrir. 46. mín: Kieran Gibbs kemur af velli og Eboue kemur inn í hans stað. Hálfleikur: United sjö skot að marki og fimm á markið. Þrjú skot hjá Arsenal og eitt á markið. Hálfleikur: 0-2 fyrir Man. Utd sem er á leið í úrslitaleikinn í Róm þann 27. maí. Stuðningsmenn United nota eflaust leikhléið til þess að hringja á ferðaskrifstofur og athuga með flug til Rómar. 43. mín: Smá líf í Arsenal undir lok hálfleiksins en gengur samt ekkert að opna sterka vörn United. 39. mín: Hörður Magnússon minnir á orð Arsene Wenger fyrir leik en Wenger var sannfærður um að hans menn myndu sýna snilldartakta í leiknum. Ekkert sést af því. 36. mín: Leikmenn Arsenal orðnir pirraðir og brjóta mikið af sér. Hinn ítalski Rosetti flautar á allt eins og ítalskra dómara er siður. 33. mín: Ronaldo með fasta aukaspyrnu af löngu færi en að þessu sinni var hinn helstrípaði Almunia með á nótunum. 30. mín: Arsenal á enn eftir að fá almennilegt færi í leiknum. United miklu nær því að bæta við en Arsenal að minnka muninn. 25. mín: Hægst á leiknum aðeins. Spurning hvort Ferguson ætti að taka Rooney af velli en hann verður í banni í úrslitunum fái hann gult spjald. 20. mín: Varnarleikur Arsenal hefur verið í molum og nákvæmlega ekkert að gerast í sókninni hjá heimamönnum. 18. mín: Áhorfendur eru slegnir á Emirates sem og leikmenn Arsenal sem trúa vart sínum eigin augum. Sóknir United mun hættulegri og Rooney næstum búinn að skora þriðja markið. 11. mín: Þetta er búið spil. Ronaldo skorar beint úr aukaspyrnu. Það tók United rúmar tíu mínútur að skjóta sér til Rómar. Ekkert nema kraftaverk getur komið Arsenal til bjargar. Almunia hefði átt að gera betur. Arsenal þarf að skora fjögur mörk. 8. mín: Park kemur United yfir eftir skyndisókn. Ronaldo með sendinguna. Gibbs datt í teignum og náði ekki að verjast. Arsenal þarf nú að skora þrjú mörk. Erfið staða. 5. mín: Arsenal byrjar vel og sækir með látum að marki United. 2. mín: Þétt miðja hjá United - Carrick, Fletcher, Anderson. Mikil stemning á Emirates. Sú langbesta sem undirritaður hefur orðið vitni að. Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Fabregas, Toure, Nasri, Van Persie, Walcott, Song, Djorou, Adebayor, Gibbs. Byrjunarlið Man. Utd: Van der Sar, Evra, Ferdinand, Ronaldo, Anderson, Rooney, Park, Vidic, Carrick, O´Shea, Fletcher.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira