Henning Henningsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, mun stýra Íslandsmeistaraliði Hauka á næstu leiktíð.
Þetta staðfesti Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Henning skrifaði undir samning sem gildir út næsta keppnistímabil.
Henning var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari kvenna eftir að stjórn KKÍ ákvað að rifta samningi Ágústs Björgvinssonar vegna trúnaðarbrests.
Henning var aðstoðarþjálfari Yngva Gunnlaugssonar sem hætti sem þjálfari Hauka nú á vormánuðum og réði sig sem þjálfara karlaliðs Vals.