Gunnleifur: Þetta kemur á endanum en getur tekið smá tíma Ómar Þorgeirsson skrifar 22. júlí 2009 07:00 Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður. Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður.
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira