Úrslitarimman í Iceland Express-deild kvenna hefst í dag þegar Haukar taka á móti KR. Leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst klukkan 16.00.
Hauka lögðu Hamar í undanúrslitum en KR sópaði Keflavík frekar óvænt í hinni undanúrslitarimmunni.
Fastlega er búist við jafnri rimmu tveggja sterkra liða. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða meistari.