Umfjöllun: Frumsýning N1-deildarinnar fær þrjár hauskúpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2009 21:34 Einar Örn Jónsson undirbýr skot að marki í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum. Olís-deild karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum.
Olís-deild karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira