Mannréttindaráðuneytið Þorvaldur Gylfason skrifar 3. desember 2009 06:00 Ísland nýtur ekki mikils álits í öðrum löndum eins og sakir standa. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að útlendingar hafa tapað um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands á viðskiptum sínum við gömlu bankana. Meðvirkni stjórnvalda með bönkunum fram að hruni fór ekki fram hjá fórnarlömbunum. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur að gera rækilega grein fyrir þeim þætti málsins, þegar hún verður loksins birt, þar á meðal fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og embættismenn. Fjártjón sitt af viðskiptum við bankana fá herskarar skaðbrenndra útlendinga aldrei bætt nema að litlu leyti og heimamenn ekki heldur. Þeim mun brýnna er, að stjórnvöld komi vel og virðulega fram innan lands og utan, sýni viðeigandi auðmýkt, biðjist afsökunar og heiti því að svipta hulunni af orsökum hrunsins og draga ekkert undan, hversu þungbær sem sannleikurinn kann að reynast. Með hangandi hendiEkkert af þessu hefur ríkisstjórnin þó gert nema með hangandi hendi. Fyrir fáeinum dögum bauð ríkissaksóknari Noregs Íslendingum hjálp. Boðið sýnir, að rösku ári eftir hrun hafði ríkisstjórnin ekki enn óskað eftir slíkri aðstoð. Ekki bað stjórnin heldur um aðstoð Evu Joly rannsóknardómara að fyrra bragði. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari neitar að víkja úr starfi gegn tilmælum Jolys vegna vanhæfis. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hirti ekki um að spyrja Jón Gerald Sullenberger, eða hvað hann nú annars heitir sá ágæti maður, um 30 milljarðana frá Venesúelu, sem Jón segist í viðtali við DV hafa reynt að leggja inn í Landsbankann 2006 án þess að vita deili á eiganda fjárins, og situr enn í embætti í boði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Í þessu ljósi þarf að skoða andstöðu ríkisstjórnarinnar við að fela óháðum erlendum mönnum rannsókn hrunsins. Breytum bara nafninu!Ekki er landinu heldur til vegsauka, að ríkisstjórnin hefur orðið uppvís að mannréttindabrotum og hefur þó ekkert gert enn til að bæta fyrir brotin. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna birti álit sitt á fiskveiðistjórnarkerfinu í desember 2007 og veitti stjórnvöldum 180 daga frest til að gera nefndinni grein fyrir, hvernig þau hygðust nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórninni og bæta skaðann sjómönnunum tveim, sem höfðuðu málið, þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni. Álitið er efnislega samhljóða dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu 1998, en rétturinn sneri við blaðinu í Vatneyrarmálinu 2000 undir þrýstingi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Álit mannréttindanefndarinnar er bindandi og endanlegt í þeim skilningi, að því verður ekki áfrýjað. Í nefndinni sitja margir helztu mannréttindasérfræðingar heims. Í svari sínu til nefndarinnar í júní 2008 lýsti ríkisstjórnin þeirri skoðun, að ógerlegt kunni að vera að búa til fiskveiðistjórnkerfi, sem tryggi, að allir séu jafnir fyrir lögum. Þetta er auðvitað helber fásinna. Hvers vegna í dauðanum skyldu fiskveiðar útheimta mannréttindabrot? Nú er beðið andsvars frá nefndinni. Fara má nærri um, hvert það verður, enda bauð ríkisstjórnin ekki upp á annað í svari sínu en upphituð eldri rök, gamlar lummur, sem nefndin hafði þegar fjallað um og hafnað. Ef nefndin situr föst við sinn keip, svo sem vænta má, mun ríkisstjórnin ekki eiga annarra kosta völ en að breyta fiskveiðilöggjöfinni án frekari tafar og greiða sjómönnunum skaðabætur. Það vekur athygli, einnig erlendis, að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefur ekki lýst neinum áhyggjum af mannréttindabrotunum eða ranglætinu, sem sjómennirnir tveir voru beittir líkt og margir aðrir. Þeim mun háðulegri er breytingin um daginn á nafni dómsmálaráðuneytisins í dómsmála- og mannréttindaráðuneyti. Skyld mál Þessi tvö mál tengjast. Kvótakerfið lagði grunninn að misheppnaðri einkavæðingu bankanna og hruni þeirra. Miklar skuldir útvegsfyrirtækjanna, sem þau stofnuðu til með því að veðsetja sameign þjóðarinnar, geta sligað sjávarútveginn og nýju bankana. Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar við að bæta fyrir mannréttindabrotin í fiskveiðistjórninni með lagabreytingum og skaðabótum og tilfinnanlegur skortur á frumkvæði við uppgjör hrunsins eru angar á sama meiði. Engan þarf að undra, að aðeins þrettán prósent viðmælenda Capacents sögðust í marz 2009 bera mikið traust til Alþingis. Varla hefur traust þjóðarinnar til þingsins aukizt frá þeim tíma miðað við ástandið þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Ísland nýtur ekki mikils álits í öðrum löndum eins og sakir standa. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að útlendingar hafa tapað um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands á viðskiptum sínum við gömlu bankana. Meðvirkni stjórnvalda með bönkunum fram að hruni fór ekki fram hjá fórnarlömbunum. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur að gera rækilega grein fyrir þeim þætti málsins, þegar hún verður loksins birt, þar á meðal fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og embættismenn. Fjártjón sitt af viðskiptum við bankana fá herskarar skaðbrenndra útlendinga aldrei bætt nema að litlu leyti og heimamenn ekki heldur. Þeim mun brýnna er, að stjórnvöld komi vel og virðulega fram innan lands og utan, sýni viðeigandi auðmýkt, biðjist afsökunar og heiti því að svipta hulunni af orsökum hrunsins og draga ekkert undan, hversu þungbær sem sannleikurinn kann að reynast. Með hangandi hendiEkkert af þessu hefur ríkisstjórnin þó gert nema með hangandi hendi. Fyrir fáeinum dögum bauð ríkissaksóknari Noregs Íslendingum hjálp. Boðið sýnir, að rösku ári eftir hrun hafði ríkisstjórnin ekki enn óskað eftir slíkri aðstoð. Ekki bað stjórnin heldur um aðstoð Evu Joly rannsóknardómara að fyrra bragði. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari neitar að víkja úr starfi gegn tilmælum Jolys vegna vanhæfis. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hirti ekki um að spyrja Jón Gerald Sullenberger, eða hvað hann nú annars heitir sá ágæti maður, um 30 milljarðana frá Venesúelu, sem Jón segist í viðtali við DV hafa reynt að leggja inn í Landsbankann 2006 án þess að vita deili á eiganda fjárins, og situr enn í embætti í boði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Í þessu ljósi þarf að skoða andstöðu ríkisstjórnarinnar við að fela óháðum erlendum mönnum rannsókn hrunsins. Breytum bara nafninu!Ekki er landinu heldur til vegsauka, að ríkisstjórnin hefur orðið uppvís að mannréttindabrotum og hefur þó ekkert gert enn til að bæta fyrir brotin. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna birti álit sitt á fiskveiðistjórnarkerfinu í desember 2007 og veitti stjórnvöldum 180 daga frest til að gera nefndinni grein fyrir, hvernig þau hygðust nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórninni og bæta skaðann sjómönnunum tveim, sem höfðuðu málið, þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni. Álitið er efnislega samhljóða dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu 1998, en rétturinn sneri við blaðinu í Vatneyrarmálinu 2000 undir þrýstingi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Álit mannréttindanefndarinnar er bindandi og endanlegt í þeim skilningi, að því verður ekki áfrýjað. Í nefndinni sitja margir helztu mannréttindasérfræðingar heims. Í svari sínu til nefndarinnar í júní 2008 lýsti ríkisstjórnin þeirri skoðun, að ógerlegt kunni að vera að búa til fiskveiðistjórnkerfi, sem tryggi, að allir séu jafnir fyrir lögum. Þetta er auðvitað helber fásinna. Hvers vegna í dauðanum skyldu fiskveiðar útheimta mannréttindabrot? Nú er beðið andsvars frá nefndinni. Fara má nærri um, hvert það verður, enda bauð ríkisstjórnin ekki upp á annað í svari sínu en upphituð eldri rök, gamlar lummur, sem nefndin hafði þegar fjallað um og hafnað. Ef nefndin situr föst við sinn keip, svo sem vænta má, mun ríkisstjórnin ekki eiga annarra kosta völ en að breyta fiskveiðilöggjöfinni án frekari tafar og greiða sjómönnunum skaðabætur. Það vekur athygli, einnig erlendis, að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefur ekki lýst neinum áhyggjum af mannréttindabrotunum eða ranglætinu, sem sjómennirnir tveir voru beittir líkt og margir aðrir. Þeim mun háðulegri er breytingin um daginn á nafni dómsmálaráðuneytisins í dómsmála- og mannréttindaráðuneyti. Skyld mál Þessi tvö mál tengjast. Kvótakerfið lagði grunninn að misheppnaðri einkavæðingu bankanna og hruni þeirra. Miklar skuldir útvegsfyrirtækjanna, sem þau stofnuðu til með því að veðsetja sameign þjóðarinnar, geta sligað sjávarútveginn og nýju bankana. Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar við að bæta fyrir mannréttindabrotin í fiskveiðistjórninni með lagabreytingum og skaðabótum og tilfinnanlegur skortur á frumkvæði við uppgjör hrunsins eru angar á sama meiði. Engan þarf að undra, að aðeins þrettán prósent viðmælenda Capacents sögðust í marz 2009 bera mikið traust til Alþingis. Varla hefur traust þjóðarinnar til þingsins aukizt frá þeim tíma miðað við ástandið þar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun