Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar 27. nóvember 2025 13:31 Andri heiti ég og ég er 40 ára fatlaður Reykvíkingur, ég er með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og er ég einnig vondi kallinn sem gæti mögulega skert lífsgæði ykkar hinna samkvæmt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Þó að ég sé vondi kallinn að þá hef ég samt voða lítið gert til að verðskulda þann titil. Það eina sem ég hef krafist er að réttindi mín séu virt jafnt við ykkar réttindi. Áður en ég fékk NPA samning 2018 hafði ég beðið í 10 ár eftir þjónustu til að lifa sjálfstæðu lífi, en þjónustan sem ég var með tryggði mér ekki þá aðstoð sem ég þurfti til að stunda það nám eða vinnu sem ég vildi. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég fékk NPA sem ég þurfti til að lifa sjálfstæðu lífi. Í dag er ég með menntun, ég er í fullri vinnu, ég á eiginkonu og ég rek mitt eigið heimili, sem væri allt ómögulegt án þjónustu eins og NPA. Í dag eru 42 einstaklingar á biðlista eftir að fá NPA samning eða stækkun frá Reykjavíkurborg. Samningar sem munu án efa hafa sömu áhrif og minn samningurinn gerði. Samningar sem gefa fólki jafnt tækifæri og okkur hinum til að lifa sjálfstæðu lífi, sem mun gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Fatlað fólk er oft notað í pólitískum útspilum stjórnmálafólks sem oftast tengjast peningum. Oft er fötluðu fólki stillt upp við vegg og heyrum við setningar eins og „Þjónusta fatlaðra kostar X mikinn pening“ og „Þetta gæti haft áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita aðra þjónustu“ en aldrei hef ég heyrt eins taktlausa og smekklausa setningu og Heiða Björg sagði þegar hún hótar skertum lífsgæðum í samfélaginu láti ríkið ekki undan kröfum sveitarfélaganna um aukið fjármagn í málefnaflokk fatlaðra. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra tala svona um aðra málaflokka borgarinnar og því velti ég því mjög oft fyrir mér af hverju það er í lagi að tala svona um fatlað fólk. Við erum ekki eingöngu tölur á blaði. Við erum fólk, við erum samborgarar. Við erum ekki vondi kallinn! NPA hefur verið í lögum frá árinu 2018 og frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin verið að undirbúa lögfestingu NPA með því að samþykkja örfáa samninga. Málaflokkurinn um málefni fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga 2011. Það er því ekki hægt að segja að þessi málaflokkur sé nýr af nálinni og alls ekki hægt að kenna hinum ný-lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks um slæma stöðu sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessari ömurlegu orðanotkun stjórnmálafólks og ég vil að það hætti að tala um hversu dýr þessi málaflokkur er. Allir málaflokkar eru dýrir og ekki talið þið svona um aðra málaflokka. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Andri heiti ég og ég er 40 ára fatlaður Reykvíkingur, ég er með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og er ég einnig vondi kallinn sem gæti mögulega skert lífsgæði ykkar hinna samkvæmt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Þó að ég sé vondi kallinn að þá hef ég samt voða lítið gert til að verðskulda þann titil. Það eina sem ég hef krafist er að réttindi mín séu virt jafnt við ykkar réttindi. Áður en ég fékk NPA samning 2018 hafði ég beðið í 10 ár eftir þjónustu til að lifa sjálfstæðu lífi, en þjónustan sem ég var með tryggði mér ekki þá aðstoð sem ég þurfti til að stunda það nám eða vinnu sem ég vildi. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég fékk NPA sem ég þurfti til að lifa sjálfstæðu lífi. Í dag er ég með menntun, ég er í fullri vinnu, ég á eiginkonu og ég rek mitt eigið heimili, sem væri allt ómögulegt án þjónustu eins og NPA. Í dag eru 42 einstaklingar á biðlista eftir að fá NPA samning eða stækkun frá Reykjavíkurborg. Samningar sem munu án efa hafa sömu áhrif og minn samningurinn gerði. Samningar sem gefa fólki jafnt tækifæri og okkur hinum til að lifa sjálfstæðu lífi, sem mun gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Fatlað fólk er oft notað í pólitískum útspilum stjórnmálafólks sem oftast tengjast peningum. Oft er fötluðu fólki stillt upp við vegg og heyrum við setningar eins og „Þjónusta fatlaðra kostar X mikinn pening“ og „Þetta gæti haft áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita aðra þjónustu“ en aldrei hef ég heyrt eins taktlausa og smekklausa setningu og Heiða Björg sagði þegar hún hótar skertum lífsgæðum í samfélaginu láti ríkið ekki undan kröfum sveitarfélaganna um aukið fjármagn í málefnaflokk fatlaðra. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra tala svona um aðra málaflokka borgarinnar og því velti ég því mjög oft fyrir mér af hverju það er í lagi að tala svona um fatlað fólk. Við erum ekki eingöngu tölur á blaði. Við erum fólk, við erum samborgarar. Við erum ekki vondi kallinn! NPA hefur verið í lögum frá árinu 2018 og frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin verið að undirbúa lögfestingu NPA með því að samþykkja örfáa samninga. Málaflokkurinn um málefni fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga 2011. Það er því ekki hægt að segja að þessi málaflokkur sé nýr af nálinni og alls ekki hægt að kenna hinum ný-lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks um slæma stöðu sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessari ömurlegu orðanotkun stjórnmálafólks og ég vil að það hætti að tala um hversu dýr þessi málaflokkur er. Allir málaflokkar eru dýrir og ekki talið þið svona um aðra málaflokka. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun