Vogunarsjóður græddi 46 milljarða kr. á að skortselja RBS 27. janúar 2009 08:38 Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Í frétt um málið í Financial Times segir að vogunarsjóðurinn hafi veðjað á að bréf í RBS myndu lækka síðustu fjóra mánuði og á föstudag kom sjóðurinn sér út úr skortstöðum sínum með fyrrgreindum hagnaði. Með skortstöðu er átt við að hlutabréf eru fengin að láni í einhvern tíma en seld um leið. Viðkomandi veðjar svo á að verð þeirra hafi lækkað þegar hann á að skila þeim til baka. Þessi skortsala er líkleg til að vekja upp að nýju raddir um að banna eigi skortsölu með öllu. Tímabundið bann við sölunni var í Bretlandi fyrr í vetur. Paulson & Co er í eigu milljarðamæringsins John Paulson og er með höfuðstöðvar í New York. Paulson vildi ekki tjá sig um málið er Financial Times leitaði til hans. Fram kemur í fréttinni að Paulson & Co hafi einnig grætt myndarlega á að skortselja Barclays og Lloyds TSB. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Í frétt um málið í Financial Times segir að vogunarsjóðurinn hafi veðjað á að bréf í RBS myndu lækka síðustu fjóra mánuði og á föstudag kom sjóðurinn sér út úr skortstöðum sínum með fyrrgreindum hagnaði. Með skortstöðu er átt við að hlutabréf eru fengin að láni í einhvern tíma en seld um leið. Viðkomandi veðjar svo á að verð þeirra hafi lækkað þegar hann á að skila þeim til baka. Þessi skortsala er líkleg til að vekja upp að nýju raddir um að banna eigi skortsölu með öllu. Tímabundið bann við sölunni var í Bretlandi fyrr í vetur. Paulson & Co er í eigu milljarðamæringsins John Paulson og er með höfuðstöðvar í New York. Paulson vildi ekki tjá sig um málið er Financial Times leitaði til hans. Fram kemur í fréttinni að Paulson & Co hafi einnig grætt myndarlega á að skortselja Barclays og Lloyds TSB.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira