Það fer fram heil umferð í N1-deild karla í kvöld en aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni og hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni.
Það er fjórði Hafnarfjarðarslagur Hauka og FH í kvöld. Hafnfirðingar eru margir hverjir lítið að spá í töfluna og halda því á lofti að staðan sé 2-1 fyrir FH í vetur. Haukar geta því jafnað í kvöld.
Haukar efstir í deildinni með 26 stig en FH í 5. sæti með 18 stig og má mjög illa við því að tapa í kvöld.
Sömu sögu er að segja af Fram sem sækir Val heim. Fram í 3. sæti deildarinnar með stigi meira en FH, eða 19, en HK er einnig með 18 stig. Valur í 2. sæti með 23 stig.
Leikir kvöldsins sem hefjast klukkan 19.30:
Haukar - FH
Valur - Fram
Stjarnan - Akureyri
Víkingur - HK