Fótbolti

Góður árangur hollensku liðanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marki Twente í Frakklandi fagnað í kvöld.
Marki Twente í Frakklandi fagnað í kvöld. Nordic Photos / AFP
Hollensku úrvalsdeildarfélögin Ajax og Twente unnu góða sigra í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.

Twente, lið Bjarna Þórs Viðarssonar, vann 1-0 sigur á Marseille á útivelli og því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Hollandi eftir tvær vikur. Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins.

Bjarni Þór var ekki í leikmannahópi Twente en hann er nú að komast aftur á fullt skrið eftir erfið meiðsli.

Þá vann Ajax 1-0 sigur á Fiorentina á Ítalíu með marki Kennedy Bakirciouglu á 60. mínútu.

Fyrri umferð 32-liða úrslitanna lauk í dag með fimm leikjum.

Úrslit kvöldsins:

Lech Poznan - Udinese 2-2

Shakhtar - Tottenham 2-0

FCK - Manchester City 2-2

Fiorentina - Ajax 0-1

Marseille - Twente 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×