Lakers-liðið þurfti tvær framlengingar til að vinna Sacramento Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2009 11:00 Kobe Bryant fékk högg á hendina í nótt en kláraði samt leikinn með því að setja stór skot niður. Mynd/AP Kobe Bryant skoraði 38 stig og hjálpaði Los Angeles Lakers að komast aftur á sigurbraut daginn eftir vandræðalegt tap á móti Cleveland á heimavelli á jóladag. Lakers-liðið þurfti reyndar tvær framlengingar til þess að vinna Sacramento Kings. Lakers-liðið skoraði ekki stig síðustu 3 mínútur og 35 sekúndur af venjulegum leiktíma og Kings-liðið tryggði sér framlengingu. Kobe skoraði tvo þrista í annarri framlengingunni sem Lakers-liðið vann 11-2. Pau Gasol sýndi allt annan og betri leik en á móti Cleveland og var með 24 stig og 11 fráköst. Lamor Odom kom inn í byrjunarliðið fyrir Ron Artest og var með 13 stig og 15 fráköst. Beno Udrih var með 23 stig fyrir Sacramento og Tyreke Evans var með 18 stig. Tyrus Thomas snéri til baka úr meiðslum og hjálpaði Chicago Bulls að vinna 96-85 sigur á New Orleans Hornets með því að skora 21 stig. Thomas missti af 22 leikjum vegna handarbrots. Joakim Noah var einnig sterkur hjá Bulls með 18 stig og 17 fráköst. Carl Landry skoraði 26 stig í 98-93 sigri Houston Rockets á New Jersey Nets. Luis Scola og Aaron Brooks voru báðir með 17 stig en Devin Harris skoraði 19 stig fyrir Nets. Al Horford var með 25 stig og 19 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 110-98 sigur á Indiana Pacers. Troy Murphy, Tyler Hansbrough og Luther Head skoruðu allir 19 stig fyrir Indiana. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum og sá síðan félaga sína taka við í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 106-101 sigur á Mepmhis. Jason Terry skoraði 14 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Zach Randolph var með 27 stig og 14 fráköst fyrir Grizzlies. Corey Brewer hefur aldrei skorað meira en í nótt þegar hann var með 27 stigí 101-89 sigri Minnesota Timberwolves á Washington Wizards. Gilbert Arenas var með 26 stig og 9 stoðsendingar hjá Washington. Kevin Durant var með 30 stig og Russell Westbrook bætti við 22 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 98-91 sigur á Charlotte Bobcats. Stephen Jackson var með 24 stig fyrir Charlotte sem hefur tapað 13 af 14 útileikjum sínum á tímabilinu. Tim Duncan skoraði 26 stig í 112-87 sigri San Antonio Spurs á Milwaukee Bucks. Hakim Warrick var með 23 stig fyrir Milwaukee. Deron Williams var með 27 stig og Carlos Boozer bætti við 19 stigum og 11 fráköstum þegar Utah Jazz vann 97-76 sigur á Philadelphia 76ers. Thaddeus Young skoraði 20 stig fyrir Sixers-liðið. Corey Maggette var með 33 stig og Monte Ellis bætti við 33 stigum og 10 stoðsendingum þegar Golden State Warriors vann 132-127 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 36 stig og 9 stoðsendingar hjá Phoenix. NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 38 stig og hjálpaði Los Angeles Lakers að komast aftur á sigurbraut daginn eftir vandræðalegt tap á móti Cleveland á heimavelli á jóladag. Lakers-liðið þurfti reyndar tvær framlengingar til þess að vinna Sacramento Kings. Lakers-liðið skoraði ekki stig síðustu 3 mínútur og 35 sekúndur af venjulegum leiktíma og Kings-liðið tryggði sér framlengingu. Kobe skoraði tvo þrista í annarri framlengingunni sem Lakers-liðið vann 11-2. Pau Gasol sýndi allt annan og betri leik en á móti Cleveland og var með 24 stig og 11 fráköst. Lamor Odom kom inn í byrjunarliðið fyrir Ron Artest og var með 13 stig og 15 fráköst. Beno Udrih var með 23 stig fyrir Sacramento og Tyreke Evans var með 18 stig. Tyrus Thomas snéri til baka úr meiðslum og hjálpaði Chicago Bulls að vinna 96-85 sigur á New Orleans Hornets með því að skora 21 stig. Thomas missti af 22 leikjum vegna handarbrots. Joakim Noah var einnig sterkur hjá Bulls með 18 stig og 17 fráköst. Carl Landry skoraði 26 stig í 98-93 sigri Houston Rockets á New Jersey Nets. Luis Scola og Aaron Brooks voru báðir með 17 stig en Devin Harris skoraði 19 stig fyrir Nets. Al Horford var með 25 stig og 19 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 110-98 sigur á Indiana Pacers. Troy Murphy, Tyler Hansbrough og Luther Head skoruðu allir 19 stig fyrir Indiana. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum og sá síðan félaga sína taka við í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 106-101 sigur á Mepmhis. Jason Terry skoraði 14 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Zach Randolph var með 27 stig og 14 fráköst fyrir Grizzlies. Corey Brewer hefur aldrei skorað meira en í nótt þegar hann var með 27 stigí 101-89 sigri Minnesota Timberwolves á Washington Wizards. Gilbert Arenas var með 26 stig og 9 stoðsendingar hjá Washington. Kevin Durant var með 30 stig og Russell Westbrook bætti við 22 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 98-91 sigur á Charlotte Bobcats. Stephen Jackson var með 24 stig fyrir Charlotte sem hefur tapað 13 af 14 útileikjum sínum á tímabilinu. Tim Duncan skoraði 26 stig í 112-87 sigri San Antonio Spurs á Milwaukee Bucks. Hakim Warrick var með 23 stig fyrir Milwaukee. Deron Williams var með 27 stig og Carlos Boozer bætti við 19 stigum og 11 fráköstum þegar Utah Jazz vann 97-76 sigur á Philadelphia 76ers. Thaddeus Young skoraði 20 stig fyrir Sixers-liðið. Corey Maggette var með 33 stig og Monte Ellis bætti við 33 stigum og 10 stoðsendingum þegar Golden State Warriors vann 132-127 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 36 stig og 9 stoðsendingar hjá Phoenix.
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira