Meistaradeild Evrópu: Liverpool brotlenti í Flórens Ómar Þorgeirsson skrifar 29. september 2009 20:44 Óvæntustu úrslit kvöldsins komu þegar Fiorentina vann 2-0 sigur gegn Liverpool. Nordic photos/AFP Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool var langt frá sínu besta í fyrri hálfleiknum en var betri aðilinn í seinni hálfleik án þess þó að skora en þetta var í fyrsta skiptið í tuttugu og einum leik í Meistaradeildinni sem Englendingarnir ná ekki að skora. Það tók leikmenn Arsenal smá tíma að brjóta á bak aftur vörn gestanna í Olympiakos í leik liðanna í H-riðli á Emirates-leikvanginum í kvöld en Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir heimamenn með marki í 78. mínútu. Það var svo Andrei Arshavin sem bætti við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með 2-0 sigur og Lundúnafélagið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðlakeppninni. Í F-riðli vann Barcelona sinn fyrsta sigur þegar Dinamo Kiev kom í heimsókn á Nývang. Lionel Messi kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Pedro bætti við öðru marki og niðurstaðan var 2-0 sigur heimamanna. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Inter sóttu ekki gull í greipar Rubin Kazan en félögin skildu jöfn 1-1 í Rússlandi. Heimamenn í Rubin Kazan komust yfir með marki Alejandro Dominquez strax á 11. mínútu en Dejan Stefanovic jafnaði metin með marki á 27. mínútu og þar við sat. Leikmenn Inter léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Mario Baloteli hafði fengið sitt annað gula spjald og verið vikið af velli. Þá gerði Sevilla góða ferð til Skotlands og vann 1-4 sigur gegn Rangers en Spánverjarnir komust í 0-4 í leiknum.Úrslit kvöldsins:E-riðill: Fiorentina-Liverpool 2-0 1-0 Stevan Jovetic (28.), 2-0 Jovetic (37.).Debreceni-Lyon 0-4 0-1 Kim Kallström (3.), 0-2 Miralem Pjanic (13.), 0-3 sjálfsm. (24.), 0-4 Bafetimbi Gomis (51.).F-riðill: Rubin Kazan-Inter 1-1 1-0 Alejandro Dominguez (11.), 1-1 Dejan Stankovic (27.).Barcelona-Dinamo Kiev 2-0 1-0 Lionel Messi (26.), 2-0 Pedro (76.).G-riðill: FC Unirea-Stuttgart 1-1 0-1 Serdar Tasci (5.), 1-1 Dacian Varga (48.).Glasgow Rangers-Sevilla 1-4 0-1 Abdoulay Konko (50.), 0-2 Claro Adriano Correia (64.), 0-3 Luis Fabiano (72.), 0-4 Frederic Kanoute (74.), 1-4 Nacho Novo (88.).H-riðill: Arsenal-Olympiakos 2-0 1-0 Robin van Persie (78.), 2-0 Andrei Arshavin (86.).AZ Alkmaar-Standard Liège 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (48.), Moussa Traore (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens. Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Liverpool var langt frá sínu besta í fyrri hálfleiknum en var betri aðilinn í seinni hálfleik án þess þó að skora en þetta var í fyrsta skiptið í tuttugu og einum leik í Meistaradeildinni sem Englendingarnir ná ekki að skora. Það tók leikmenn Arsenal smá tíma að brjóta á bak aftur vörn gestanna í Olympiakos í leik liðanna í H-riðli á Emirates-leikvanginum í kvöld en Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir heimamenn með marki í 78. mínútu. Það var svo Andrei Arshavin sem bætti við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með 2-0 sigur og Lundúnafélagið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í riðlakeppninni. Í F-riðli vann Barcelona sinn fyrsta sigur þegar Dinamo Kiev kom í heimsókn á Nývang. Lionel Messi kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Pedro bætti við öðru marki og niðurstaðan var 2-0 sigur heimamanna. Jose Mourinho og lærisveinar hans í Inter sóttu ekki gull í greipar Rubin Kazan en félögin skildu jöfn 1-1 í Rússlandi. Heimamenn í Rubin Kazan komust yfir með marki Alejandro Dominquez strax á 11. mínútu en Dejan Stefanovic jafnaði metin með marki á 27. mínútu og þar við sat. Leikmenn Inter léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Mario Baloteli hafði fengið sitt annað gula spjald og verið vikið af velli. Þá gerði Sevilla góða ferð til Skotlands og vann 1-4 sigur gegn Rangers en Spánverjarnir komust í 0-4 í leiknum.Úrslit kvöldsins:E-riðill: Fiorentina-Liverpool 2-0 1-0 Stevan Jovetic (28.), 2-0 Jovetic (37.).Debreceni-Lyon 0-4 0-1 Kim Kallström (3.), 0-2 Miralem Pjanic (13.), 0-3 sjálfsm. (24.), 0-4 Bafetimbi Gomis (51.).F-riðill: Rubin Kazan-Inter 1-1 1-0 Alejandro Dominguez (11.), 1-1 Dejan Stankovic (27.).Barcelona-Dinamo Kiev 2-0 1-0 Lionel Messi (26.), 2-0 Pedro (76.).G-riðill: FC Unirea-Stuttgart 1-1 0-1 Serdar Tasci (5.), 1-1 Dacian Varga (48.).Glasgow Rangers-Sevilla 1-4 0-1 Abdoulay Konko (50.), 0-2 Claro Adriano Correia (64.), 0-3 Luis Fabiano (72.), 0-4 Frederic Kanoute (74.), 1-4 Nacho Novo (88.).H-riðill: Arsenal-Olympiakos 2-0 1-0 Robin van Persie (78.), 2-0 Andrei Arshavin (86.).AZ Alkmaar-Standard Liège 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (48.), Moussa Traore (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira