„Þetta er ekki stór aðgerð og ég ætti að vera orðinn góður eftir sex vikur. Það er því engin hætta á því að ég missi af landsleikjunum í júní," sagði ungstirnið Aron Pálmarsson við Vísi en hann er staddur í Kiel þessa dagana.
Þar mun hann leggjast undir hnífinn á mánudag vegna þrálátra hnémeiðsla.
Aron missti meðal annars af leiknum mikilvæga gegn Fram á dögunum en hann var orðinn mjög slæmur eftir landsleikinn við Eistland á dögunum.
„Ég var mjög aumur eftir leikinn og þegar læknar skoðuðu hnéð var ljóst að aðgerð yrði ekki umflúinn. Það er því ágætt að klára þetta núna og vera kominn á ról aftur í maí.