Lífið

Sjötta sætið í Bocuse d'Or

Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjöunda sæti í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse d'Or, sem fram fór í Lyon í vikunni.

Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík síðasta vetur.

Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×