Erlent

Maraþonhlaup í hálfan mánuð

Guðjón Helgason skrifar
Breski hermaðurinn Phil Packer að koma í mark í Lundúna maraþoninu í dag.
Breski hermaðurinn Phil Packer að koma í mark í Lundúna maraþoninu í dag. MYND/AP
Phil Packer, major í breska hernum, lauk í dag Lundúnarmaraþoninu hálfum mánuði eftir að það hófst. Packer særðist ill í árás í Basra í Írak í fyrra. Hann hóf maraþonhlaupið 26. apríl líkt og aðrir keppendur en samkvæmt læknisráði fór hann aðeins rúma þrjá kílómetra á dag á hækjum sínum.

Packer segir það mikilvægast að hann hafi hlaupið fyrir áheit til stuðning samtökum sem styðja við bakið á særðum hermönnum og fjölskyldum þeirra. Athyglin eigi að beinast að starfi þeirra samtaka en ekki að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×